Djúpið (2012)7 ára
( The Deep )
Frumsýnd: 21. september 2012
Tegund: Drama, Íslensk mynd
Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Skoða mynd á imdb 6.7/10 2,412 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Að sigrast á því ómögulega
Söguþráður
Fiskibátur heldur á haf út fyrir dögun á köldum vetrarmorgni, mannaður fámennri áhöfn, sem ýmist fleygir sér í koju eða heldur sér vakandi á kaffi og sígarettum. Kvikmyndin Djúpið er eftir Baltasar Kormák og er lauslega byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar, en það var aftur innblásið af þeim einstæða atburði, þegar Guðlaugur Friðþórsson náði að bjarga lífi sínu, einn áhafnarmeðlima, eftir að Hellisey VE503 hvolfdi seint að kvöldi sunnudagsins 11. mars árið 1984. Nokkrir komust á kjöl en það leið ekki langur tími áður en báturinn sökk. Veður var stillt, frost og stjörnubjart þessa nótt; sjórinn ískaldur. Þegar Guðlaugur bankaði örmagna upp á í húsi í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum í bítið morguninn eftir og tilkynnti um hvað gerst hefði um nóttina, kom í ljós hvílíka þolraun hann hafði gengið í gegnum. Ekki var nóg með að hann hefði horft á eftir félögum sínum, heldur synt á sex klukkustundum rúmlega fimm kílómetra leið í ísköldum sjónum og síðan gengið berfættur yfir úfið og oddhvasst hraun uns hann komst að fyrsta húsinu. Kvikmyndin Djúpið fjallar í aðra röndina um atburði þá sem gerðust þessa nótt, en hún gefur okkur einnig innsýn inn í líf íslenskra sjómanna í gegnum tíðina og hinar óblíðu aðstæður sem þeir og fjölskyldur þeirra hafa búið við í sjávarplássum um allt land við að draga björg í bú.
Tengdar fréttir
12.11.2013
Þrjár nýjar elta Djúpið
Þrjár nýjar elta Djúpið
Íslenska myndin Djúpið eftir Baltasar Kormák er vinsælasta DVD myndin á landinu aðra vikuna í röð, en þrjár nýjar myndir náðu ekki að hrifsa toppsætið af henni. Þessar þrjár nýju eru spennutryllirinn White House Down, ævintýramynd Gore Verbinski The Lone Ranger og Only God Forgives með Ryan Gosling í aðalhlutverki. Í fimmta sætinu situr svo gömul toppmynd, The Call...
05.11.2013
Djúpið upp fyrir Halle Berry
Djúpið upp fyrir Halle Berry
Íslenska kvikmyndin Djúpið með Ólafi Darra Ólafssyni og leikstýrt af Baltasar Kormáki er vinsælasta vídeómyndin á Íslandi í dag.  Myndin kom út fyrir helgi og fór beint á topp DVD/Blu-ray listans íslenska.     Halle Berry sígur niður í annað sæti listans í The Call eftir að hafa vermt toppsætið í síðustu viku og töframyndin Now You See Me er í...
Trailerar
Alþjóðleg stikla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 96% - Almenningur: 33%
Svipaðar myndir