Þriðja vika Beauty and the Beast á toppnum

Þriðju vikuna í röð situr ævintýramyndin Beauty and the Beast á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Tekjur myndarinnar eru nú orðnar nálægt tíu milljónir króna frá frumsýningu.

Í öðru sæti er ný mynd, teiknimyndin Strumparnir og gleymda þorpið og í þriðja sætinu er sömuleiðis ný mynd, vísindaskáldsagan Ghost in the Shell með Scarlett Johanson í aðalhlutverki.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum að þessu sinni; Staying Vertical, sem fer beint í 21. sæti listans.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: