Bourne Legacy hæpið er að hefjast

Myndin hér fyrir neðan var tekin í Sambíóunum Álfabakka um hádegisbil í dag. Hún sýnir menn að störfum við að taka niður Magic Mike plakat og skella upp flennistórri auglýsingu fyrir næstu Bourne mynd, en hún ber nafnið Bourne Legacy og skartar Jeremy Renner í aðalhlutverki. Það þýðir bara eitt: Bíóin eru að keyra auglýsingaherferðina í gang.

Gerið ykkur reddí fyrir Ólaf Darra í útvarpinu og sjónvarpinu og plaköt út um allt því Bourne Legacy kemur í bíó 7.september næstkomandi. Dómarnir vestanhafs hafa verið sæmilega jákvæðir (svona í heildina litið) og meira að segja ég er fáránlega spenntur, enda Bourne-fan með meiru (Renner + Bourne = getur ekki klikkað). Því miður er gagnrýnandi Kvikmyndir.is, Tommi Valgeirs a.k.a. Skúli Fúli, alls ekki sammála, en hann mun líklegast birta dóm sinn á næstunni.

Er ég sá eini sem er spenntur fyrir næstu Bourne mynd ?