Borat verður Freddy Mercury

Grínleikarinn Sacha Baron Cohen hefur skifað undir samning um að leika sjálfan Freddie Mercury, söngvara bresku stórhljómsveitarinnar Queen.
Framleiðendur myndarinnar segja að Peter Morgan, sem skrifaði The Queen, sé að vinna að handriti myndarinnar, en Mercury lést af völdum eyðni árið 1991.
Myndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, mun ná hápunkti í tónleikum Queen á Live Aid tónleikunum frægu í London árið 1985.
Framleiðendur eru GK films ásamt fyrirtæki Roberts De Niro, Tribeca Productions ásamt Queen Films.

Brian May gítarleikari hljómsveitarinnar segir að liðsmenn Queen styðji verkefnið. Framleiðsla á að hefjast á næsta ári.

Baron Cohen er þekktur fyrir leik sinn í hlutverkum rapparans Ali G, Kazakhska fréttamannsins Borats og austuríska tískulöggunnar Bruno.
Síðasta mynd Cohen var mynd Martin Scorsese Hugo Cabret.