Blade Runner 2049 – Fyrsta kitla!

Fyrsta sýnishornið úr nýju Denis Villeneuve myndinni Blade Runner 2049, með Ryan Gosling í aðalhlutverkinu kom út í dag. Enn er þó töluvert í að við fáum að berja myndina sjálfa augum því frumsýning hennar verður ekki fyrr en 6. október á næsta ári.

gosing

Um þessa kitlu er ekki margt að segja í sjálfu sér nema við sjáum þarna aðalleikarann ganga í gulum ljósbjarma, og sömuleiðis fáum við að sjá sjálfan byssusveiflandi Harrison Ford, sem lék aðalhlutverkið í upprunalegu myndinni. Sú mynd gerðist árið 2019, en nýja myndin gerist eins og nafnið gefur til kynna, aðeins síðar eða árið 2049.

Aðrir helstu leikarar eru Robin Wright, Dave Bautista, Sylvia Hoeks, Ana de Armas, Carla Juri, David Dastmalchian, Barkhad Abdi, Lennie James og Jared Leto.

blade-runner-2049-620x258

Myndin gerist sem fyrr segir, þrjátíu árum eftir atburði seinni myndarinnar. Nýr hausaveiðari  (Blade Runner ), lögreglumaðurinn K, sem Ryan Gosling leikur, kemst að gömlu leyndarmáli sem gæti valdið miklu umróti í samfélaginu. Uppgötvun hans leiðir til þess að hann leitar uppi Rick Deckard, sem Harrison Ford leikur, sem er fyrrum hausaveiðari, og búinn að vera týndur í 30 ár.

Þess má geta að Jóhann Jóhannsson semur tónlistina í myndinni.

Blade Runner 2049 birtist á hvíta tjaldinu þann 6. október 2017.

Kíktu á kitluna hér fyrir neðan: