Black Ops II setur sölumet

Tölvuleikurinn Call of Duty: Black Ops II hefur sett nýtt met í sölu. Tekjur af sölu leikjarins námu 500 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta sólarhringnum sem hann var í sölu, eða jafnvirði 64 milljarða íslenskra króna. Leikurinn kom út á þriðjudaginn síðasta og er gefinn út af Activision fyrirtækinu.

Leikurinn, sem er skrifaður af David S. Goyer, sló met yfir mestu sölu ársins sem leikurinn Halo 4, sem Microsoft gefur út, setti í síðustu viku en þá seldist Halo 4 fyrir 220 milljónir dala á fyrsta sólarhringnum.

„Með sölu upp á hálfan milljarð Bandaríkjadala á fyrsta sólarhringnum þá teljum við að Call of Duty sé stærsta söluupphaf í afþreyingariðnaðinum á þessu ári,“ sagði Bobby Kotick forstjóri Activision Blizzard Inc.

Sem dæmi um spennuna sem hefur ríkt fyrir leiknum þá má nefna að leikurinn var efstur í Trending lista Twitter í 23 löndum um allan heim á fyrsta sólarhringnum í sölu. Horft hefur verið  30 milljón sinnum á „Surprise“ stikluna úr leiknum, sem leikstýrt var að Guy Ritchie, og þar sem Robert Downey Jr. kemur fram,  á YouTube vídeóvefnum.