Black í basli með ekkju

Gamanleikarinn Jack Black og leikstjórinn Richard Linklater hafa ákveðið að vinna saman að nýrri mynd, en þeir gerðu myndina The School of Rock fyrir nokkrum árum síðan.

Shirley MacLaine mun leika á móti Black í myndinni, sem ber heitið Bernie.

Bernie gerist í smábænum Carthage í Texas og þar býr hinn framsýni og kraftmikli útfararstjóri Bernie, sem Black leikur, sem vingast við ríka en mjög sérstaka ekkju í bænum, sem MacLaine leikur. Þegar hann myrðir hana þá gerir hann allt sem hann getur til að láta fólk halda að hún sé enn á lífi.

Black sést næst í Ferðum Gullivers, Guliver´s Travels, en Linklater leikstýrði nú síðast Zac Efron í Me and Orson Welles.

MacLaine lék síðast í Valentine´s Day.

Stikk: