Nacho Libre leikari látinn

Fyrrum fjölbragðaglímukappi sem lék aðalhlutverk í kvikmynd með Jack Black, lést á glímusýningu í Lundúnum. Silver King, sem lék aðal óþokkann í myndinni Nacho Libre, var að sýna glímu í Roundhouse í Camden hverfinu í London, þegar atvikið átti sér stað á laugardaginn síðasta. Leikarinn, sem hét Cesar Barron og var 51 árs gamall, var […]

Teiknar skopmyndir í áfengismeðferð

Nýjasta kvikmynd Gus Van Sant, Don’t Worry, He Won’t Get Far on Foot, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance á föstudaginn næstkomandi. Myndin fer síðan í almennar sýningar vestanhafs þann 11. maí. Leikstjórinn, sem er hvað þekktastur fyrir kvikmyndirnar Good Will Hunting og Milk, hefur verið með myndina í kollinum frá því á tíunda áratug síðustu […]

Pólskur Jack Black á Netflix

Gamanmyndaleikarinn Jack Black fer með aðalhlutverkið í The Polka King sem verður sýnd almenningi á streymiveitunni Netflix þann 12. janúar næstkomandi. Athygli vekur að myndin hefur ekki farið í almennar sýningar síðan hún var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni fyrir tæpu ári síðan og fékk þar fína dóma. Myndin er byggð á heimildarmyndinni The Man Who Would […]

Ný stikla úr Kung Fu Panda 3

Ný stikla úr Kung Fu Panda 3 er komin út. Þar er sýnt meira frá samskiptum Po (Jack Black) og föður hans (Bryan Cranston). Einnig sést þegar Po heimsækir þorp föður síns þar sem fjöldi pandabjarna býr en málin vandast þegar illmenni (J.K. Simmons) byrjar að gera þeim lífið leitt. Til þess að breytast úr því að verða […]

Black bjargar heiminum

Jack Black og Tim Robbins munu leiða saman hesta sína í prufuþætti af sjónvarpsseríunni The Brink, í leikstjórn Jay Roach. Þættinum er lýst sem dökkri kómedíu sem fjallar um pólitíska erfiðleika og hvaða áhrif þeir hafa á þrjá mjög ólíka og örvæntingarfulla menn: Utanríkisráðherrann Walter Hollander, sem Robbins leikur, Coppins, diplómata, og orrustuflugmanninn Zeke Callahan, […]

Ferrell og Black í eltingaleik

Gamanleikararnir Will Ferrell og Jack Black hafa verið staðfestir í kvikmynd sem fjallar um fjóra vini á fimmtugsaldri sem leika sér ennþá í eltingaleik. Kvikmyndin er byggð á raunverulegum vinahópi og hafa framleiðslufyrirtæki slegist um kvikmyndaréttinn eftir að sagan breiddist út. Sagan um vinina fjóra breiddist hratt út eftir að Wall Street Journal gerði grein […]

Kevin Kline bætist við næstu mynd Charlie Kaufman

Charlie Kaufman vinnur nú hörðum höndum að næstu kvikmynd sinni, Frank or Francis, sem hann mun bæði skrifa og leikstýra; en nú hefur Kevin Kline bæst við leikhóp hennar, sem var ansi áhugaverður fyrir: Þar ber helst að nefna Jack Black, Nicolas Cage og Steve Carell. Myndin verður ádeila á nútíma Hollywood í söngformi og […]

Sjáið nýjar persónur í Kung Fu Panda 2

Framhaldið að hinni geysvinsælu Kung Fu Panda er nú á leið í kvikmyndahús, en Dreamworks birtu nú fyrir fáeinum augnablikum myndir af nýjum persónum sem birtast munu í myndinni. Í Kung Fu Panda 2 þarf hinn seinheppni bardagasnillingur Po að nota sína sérstöku hæfileika til að bjarga deginum enn á ný. Leikaraliðið úr fyrri myndinni, […]

Sjö bestu fjar-sambandsmyndirnar

Going The Distance með þeim Drew Barrymore og Justin Long er nú í bíó hér á Íslandi, en myndin fjallar um par sem býr í sitthvorum hluta Bandaríkjanna og er að reyna að láta sambandið ganga upp. Það er gaman að segja frá því að Tómas Valgeirsson aðalgagnrýnandi kvikmyndir.is gaf myndinni 8 stjörnur af 10 […]

Black í basli með ekkju

Gamanleikarinn Jack Black og leikstjórinn Richard Linklater hafa ákveðið að vinna saman að nýrri mynd, en þeir gerðu myndina The School of Rock fyrir nokkrum árum síðan. Shirley MacLaine mun leika á móti Black í myndinni, sem ber heitið Bernie. Bernie gerist í smábænum Carthage í Texas og þar býr hinn framsýni og kraftmikli útfararstjóri […]