Ný stikla úr Kung Fu Panda 3

Ný stikla úr Kung Fu Panda 3 er komin út. Þar er sýnt meira frá samskiptum Po (Jack Black) og föður hans (Bryan Cranston).

kung fu

Einnig sést þegar Po heimsækir þorp föður síns þar sem fjöldi pandabjarna býr en málin vandast þegar illmenni (J.K. Simmons) byrjar að gera þeim lífið leitt.

Til þess að breytast úr því að verða nemandi í það að verða kennari þarf Po að kenna nýju pandavinunum sínum að standa uppi í hárinu á illmenninu.