Bíógestur ósáttur við tímasóun í bíó

Bíógesturinn Brynjólfur Ari Sigurðsson er greinilega maður sem ekki lætur sér nægja að tuða út í horni útaf því sem hann er ekki sáttur við. Hann kvartaði formlega yfir því við Neytendastofu að bíómyndir í bíóhúsum landsins byrjuðu ekki á auglýstum tímum, en varð að láta í minni pokann þar sem Neytendastofa taldi ekki ástæðu til að aðhafast. Frá þessu er sagt í Viðskiptablaðinu í dag: „Það er ekki hægt að bjóða fólki upp á svona viðskipti. Þarna fór tími spillist. Það er engin ástæða til að sýna allar þessar auglýsingar í bíói,“ segir Brynjólfur Ari Sigurðsson. Hann fór með fjölskyldu sinni tvisvar sinnum að sjá kvikmyndina um ævintýri Tinna í þrívídd í Háskólabíó og Smárabíó í fyrrahaust og þurfti að bíða í 20 mínútur yfir auglýsingum og ótextuðum sýnishornum úr nýjum myndum á ensku áður en Tinna-myndin byrjaði,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins af málinu.

Smellið hér til að lesa frétt Viðskiptablaðsins og hérna til að lesa úrskurð áfrýjunarnefndar um neytendamál, sem er mjög áhugaverð lesning.

 

Stikk: