Billy Bob aftur vondur?

Jólamyndin Bad Santa frá árinu 2003, eftir Terry Zwigoff, með Billy Bob Thornton í aðalhlutverkinu, var ekki þessi dæmigerða jólamynd, og virkaði sem einskonar mótvægi við hinar hefðbundnu jólamyndir.

billy bob thornton

Oft hefur verið talað um að gera framhald af myndinni, en hingað til hafa þær pælingar ekki náð lengra. Í nýlegu viðtali tjáði Billy  Bob sig um mögulegt framhald: „Við viljum öll gera framhald,“ sagði Thornton.

„Þetta snýst bara um að tengja allt saman. Þeir eru enn að vinna að þessu. Þegar þeir sögðu fyrst, „Hei, við ætlum að gera framhald af Bad Santa,“ þá sagði ég, „Það er flott. Mér fannst frábært að leika þessa persónu.“

„Þetta er orðin sígild mynd, og fólkið vill sjá framhald. Ég sagði, „Ég hef aldrei gert framhald af neinni mynd, en mér finnst það rökrétt að gera framhald af þessari. Þetta er svona bíómynd sem maður gerir framhald af, þannig að ég var algjörlega til.

„Ég held að mistökin sem voru gerð hafi verið þau að þegar þeir sögðust ætla að gera framhald, sögðum við bara, „já, við gerum það.“

„En það sem er rétt er að við gætum verið að fara að gera þetta. Þeir eru að vinna að því. Það gæti gerst í lok næsta árs, eða árið þar á eftir, eða aldrei. Það er heiðarlegasta svarið. Setjum þetta á jólagjafalistann og vonum að svarið verði ekki „aldrei“.

Þetta er frekar loðið svar hjá Billy Bob, en amk. má skilja hann sem svo að hann sé áhugamur um gerð myndarinnar …

Myndin segir frá tveimur svindlurum sem fara í ferðalag og flakka á milli verslanamiðstöðva klæddir sem jólasveinn og álfur. Í staðinn fyrir að breiða út fagnaðarerindi og gleði, þá er markmið tvíeykisins að ræna hvern einasta stað sem þeir koma á, sem verður flókið þegar þeir hitta átta ára gamalt barn sem kennir þeim hvað jólin þýða í raun og veru.