Bannaður jólasveinn 2

Fyrsta Bad Santa myndin  frá árinu 2004, var skemmtilega gróf og bauð upp á svartan húmor, og nú er mynd númer 2 á leiðinni, Bad Santa 2. Fyrsta stiklan kom út í gær, og miðað við það sem þar má sjá er sama þemað á ferðinni; barsmíðar, ruddalegt orðbragð, kynlíf í skítugu húsasundi o.s.frv.

bad santa

Billy Bob Thornton er mættur aftur í hlutverk Willie, eða Bad Santa öðru nafni, og sonurinn í túlkun Brett Kelly, hefur stækkað töluvert síðan í síðustu mynd.

Einnig leika þær Kathy Bates og Christina Hendricks stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri er Mark Waters.

Oft er erfitt að gera framhaldsmyndir fyrir vel heppnaðar gamanmyndir, og nú er spurning hvort að Bad Santa 2 fellur í sömu gryfju og slakar grín-framhaldsmyndir eins og Zoolander 2 og Anchorman 2, eða kemur á óvart og gerir betur.

Bad Santa 2 kemur í bíó hér á Íslandi 25. nóvember nk., tímanlega áður en aðventan gengur í garð.

Sjáðu fyrstu stikluna hér fyrir neðan – við vekjum athygli á því að stiklan er bönnuð börnum.