Ævintýri Láru Croft halda áfram

Alicia Vikander mun aftur fara í gervi Lara Croft, þar sem búið er að ákveða að gera mynd númer tvö, samkvæmt upplýsingum frá The Hollywood Reporter .

Free Fire handritshöfundurinn Amy Jump hefur verið ráðin til að skrifa þetta framhald Tomb Raider frá árinu 2018.

Fyrri myndin, sem MGM kvikmyndarisinn endurræsti gömlu seríuna með Angelinu Jolie í aðalhlutverkinu, með, var leikstýrt af Roar Uthaug og handrit gerði Captain Marvel höfundurinn Geneva Robertson-Dworet. Tekjur af sýningum myndarinnar námu meira en 270 milljónum bandaríkjadala á alheimsvísu, sem gefur framleiðendum nægt tilefni til að búa til framhaldsmynd.

Jump hefur unnið mikið með leikstjóranum Ben Wheatley, og hefur til dæmis skrifað High-Rise, Kill List og Sightseers.

Ekkert er enn vitað um söguþráð nýju myndarinnar né frumsýningardag, en ekki er ólíklegt að einhverjar fornar grafhvelfingar verði heimsóttar, og ævintýri bíði þar við hvert horn.