Enn er von hjá The Rock

rockE. Nicholas Mariani hefur verið ráðinn til að gera kvikmyndahandrit upp úr metsölubók Nick Schuyler, Not Without Hope, en það er enginn annar en Dwayne Johnson, The Rock,  sem mun leika aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um mann sem hélt lífi eftir hildarleik á hafi úti.

Um er að ræða sanna sögu af fjórum vinum, sem allir voru íþróttamenn, sem voru við veiðar úti á rúmsjó þegar bát þeirra hvolfdi

not-without-hopeJohnson mun leika Schuyler, sem lét úr höfn frá Clearwater í Florida, ásamt ruðningsköppunum Marquis Cooper og Corey Smith, og fyrrum leikmanni háskólaliðs South Florida, Will Bleakley.

Eftir að bát þeirra hvolfdi þá tókst þeim að halda sér á lífi þegar stormur herjaði á þá í fjóra daga, auk þess sem ofkæling, ofþornun og hungur hrjáði þá, með þeim afleiðingum að aðeins einn komst lífs af.