Afhverju eru Dark Side geislasverðin rauð?

Eins og allir Star Wars aðdáendur ættu að vita, þá eru geislasverðin í Star Wars myndunum litaskipt – ef þau eru græn eða blá þá eru notendur þeirra frá „ljósu hliðinni“ en ef þau eru rauð, þá er notendur þeirra af myrku hliðinni ( Dark Side ). En afhverju ætli það sé svona skýr litamunur […]

Alkemistinn verður bíómynd

Framleiðslufyrirtækin TriStar og PalmStar ætla að gera kvikmynd eftir sígildri metsölubók Paulo Coelho, The Alchemist, sem kom út á Íslandi í þýðingu Thors Vilhjálmssonar undir nafninu Alkemistinn, og varð mjög vinsæl. Meira en 65 milljón eintök hafa selst af bókinni um allan heim, sem þýðir að bókin er á topp 10 listanum yfir best seldu […]

Enn er von hjá The Rock

E. Nicholas Mariani hefur verið ráðinn til að gera kvikmyndahandrit upp úr metsölubók Nick Schuyler, Not Without Hope, en það er enginn annar en Dwayne Johnson, The Rock,  sem mun leika aðalhlutverkið í myndinni, sem fjallar um mann sem hélt lífi eftir hildarleik á hafi úti. Um er að ræða sanna sögu af fjórum vinum, […]

Út úr skápnum-bók frá Bello

Prime Suspect leikkonan Maria Bello vinnur nú að sjálfsævisögu sem á að fjalla um það þegar hún kom út úr skápnum sem lesbía. Bókin á að heita Miracles and Madness, en það var útgáfufyrirtækið Dey Street, sem er í eigu HarperCollins, sem tilkynnti þetta í dag, föstudag, samkvæmt Entertainment Weekly vefnum. Í bókinni mun Bello […]

Íslendingar elska öðruvísi

Næstkomandi laugardag mun rithöfundurinn Valur Gunnarsson brydda upp á þeirri nýbreytni að halda útgáfuteiti fyrir bók í bíói. Bók Vals heitir Síðasti elskhuginn en bíómyndin sem sýnd verður á útgáfuteitinu heitir því skemmtilega nafni Samfarir og hnignun heimsvelda, og verður hófið haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu. Kvikmyndir.is lék forvitni á að vita afhverju bíósalur […]

Dásamlegt að hlusta á Colin Firth

Nýja Bridget Jones bókin, sú þriðja í röðinni, eftir Helen Fielding er komin út og selst vel, samkvæmt Vulture kvikmyndavefnum. Og næst er það kvikmynd eftir bókinni, eða það er amk. það sem Fielding vill. Þegar hún var spurð að því á samkomu í Writers Guild Theater í Beverly Hills á föstudagskvöldið síðasta um möguleikann […]

Síðustu andartök Phoenix í nýrri bók

Á fimmtudaginn síðasta voru 20 ár liðin síðan hinn þá ungi og efnilegi kvikmyndaleikari River Phoenix, bróðir Joaquin og Rain, lést. Í nýrri ævisögu sinni, Running With Monsters, eftir Celebrity Rehab stjörnuna Bob Forrest, þar sem hann fjallar um eigin eiturlyfjafíkn og tónlistarferil í Hollywood, minnist hann á kvöldið sem Phoenix lést. Þar segir hann […]

Bridget Jones persóna deyr

Óvæntir atburðir eru í vændum fyrir aðdáendur rithöfundarinns Helen Fielding og bóka hennar um Bridget Jones, sem gerðar hafa verið kvikmyndir eftir, með Renee Zellweger í hlutverki Bridget. Mark Darcy er látinn og ein frægasta einhleypa kona kvikmyndasögunnar, Bridget, er orðin ekkja. Allt þetta kemur fram í fyrstu Bridget Jones bókinni í 14 ár, sem heitir […]

Ný barnabók frá Jim Carrey

Gamanleikarinn Jim Carrey er ekki við eina fjölina felldur. Nú er komin út barnabók eftir kappann, sem akkúrat þessa stundina er við tökur á Dumb and Dumber to, framhaldi hinnar sígildu gamanmyndar Dumb and Dumber. Samkvæmt Carrey þá „er bókin, sem er 64 blaðsíður að lengd, um öldu að nafni Roland sem er hrædd um […]

Lestu Hungurleikanna á undan myndinni!

Nokkrir dagar í eina af stærri myndum ársins (aðsóknarlega séð), dómar hafa hingað til verið flestir jákvæðir og Kvikmyndir.is ætlar að gefa nokkrum heppnum aðilum eintak af bókinni góðu (þökk sé vinum okkar frá Forlaginu). Þríleikurinn úr smiðju Suzanne Collins um Katniss Everdeen og baráttu hennar við Capitol hafa selst í óteljandi magni um allan […]

James Franco gefur út bók

James Franco er þekktur fyrir að sitja ekki auðum höndum. Hann útskrifaðist úr háskóla samfara kvikmyndaferlinum sínum með 1.einkunn fyrir nokkrum árum síðan og nú hefur hann 10 opin kvikmyndaverkefni til að dunda sér við árið 2012, geri aðrir betur. Þessum 33 ára orkubolta finnst það greinilega ekki nóg. Hann skrifaði bókina Actors Anonymous í […]