Náðu í appið
17
Bönnuð innan 12 ára

Lara Croft: Tomb Raider 2001

Frumsýnd: 29. júní 2001

Born into Wealth. Groomed by the Elite. Trained for Combat.

100 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 20% Critics
The Movies database einkunn 33
/100

Lara Croft kemur úr breskri aðalsfjölskyldu, en stundar það að fara á sögulega staði og safna fornmunum, úr musterum, gömlum borgum, og fleiri slíkum stöðum, víða um heiminn, og hún lætur ekkert stöðva sig, ekki einu sinni lífshættulegar aðstæður. Hún er þjálfuð í því að berjast í návígi, hún kann að fara með vopn og hún talar mörg tungumál.... Lesa meira

Lara Croft kemur úr breskri aðalsfjölskyldu, en stundar það að fara á sögulega staði og safna fornmunum, úr musterum, gömlum borgum, og fleiri slíkum stöðum, víða um heiminn, og hún lætur ekkert stöðva sig, ekki einu sinni lífshættulegar aðstæður. Hún er þjálfuð í því að berjast í návígi, hún kann að fara með vopn og hún talar mörg tungumál. Nú ber svo við að pláneturnar í sólkerfinu raða sér upp í línu, sem gerist á 5.000 ára fresti, og leynifélag sem kallast Illuminati, leitar að fornum verndargrip sem gefur þeim sem hefur hann undir höndum möguleika á því að stjórna tímanum. En þeir þurfa sérstakan lykil til að hjálpa sér að finna gripinn, og félagið verður að finna verndargripinn innan viku, eða bíða þar til pláneturnar fara aftur í þessa sjaldgæfu stöðu. Svo vill til að Lara finnur þennan lykil falinn í veggnum á búgarði sínum. Illuminati stelur honum, og Lara finnur gamalt bréf þar sem látinn faðir hennar segir henni frá fyrirætlunum félagsins ( faðir hennar var sá sem faldi lykilinn ). Núna þarf hún að ná lyklinum til baka og finna og eyða verndargripnum áður en Illuminati kemur höndum yfir hann. ... minna

Aðalleikarar


Fílar þú mikinn hasar, stór brjóst, byssur og eltingaleiki?

Þá er Tomb Raider fyrir þig. En ekki þarf að fíla allt þetta til þess að geta horft á myndina.Tomb Raider er án efa skemmtileg mynd og mætti nánast lýsa henni sem Indiana Jones, fyrir utan að aðalhetjan er kvenkyns.Lara Croft (Angelina Jolie) þarf að bjarga heiminum frá köllum sem ætla að ræna tímanum, og allt getur gerst.Frábær skemmtun fyrir fólk til að horfa á ef það er ekki viss hvað það vill sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með mjög miklar væntingar um góða og stöðuga ævintýra mynd og flotta hasarmynd og hún kom mér svolítið á óvart og þá er ég að meina söguþráðinn sem mér fannst ekkert mjög sniðugur í fyrstu því ég var mjög mikill aðdáandi allra leikjanna og mér fannst að þeir ættu frekar að nota sögu úr einhverjum af Tomb Raider leikjunum sem voru mjög vinsælir á sínum tíma og Lara Croft var svona samblanda af Indiana Jones og James Bond, en ég hefði notað sögunna úr Tomb Raider The Last Revelation en nóg um tölvuleikina. Myndin fjallar um dularfullan þríhyrning sem getur stjórnað tímanum en áður fyrr komst hann í rangar hendur og lagði í rúst heila borg svo fólkið sem lifði af ákvað að brjóta þríhyrninginn í tvennt fortíð og framtíð og fela þá á sitthvorum enda á veröldinni og grafarræninginn Lara Croft fær góðar vísbendingar um felustaðinna tvo en svo er einnig hópur af fólki sem eru kallaðir Hinir Upplýstu en þeir eru líka á eftir þríhyrningnum. Þetta er hin fínasta mynd með flottum bardaga atriðum, góðri sögu og skemmtilegum húmor, en mér fannst fyrri hluti myndarinnar betri því seinasta atriðið fannst mér ekki virka því það var svo mikið að gera og svo lítill tími og maður varð bara pirraður! Það var bara ekkert spennandi og það er svo algengt í myndum að það er ekkert sérstakt lokaatriði. Tæknibrellurnar voru ekkert sérstakar heldur því þær voru frekar klisjukenndar og ljótar. Hef alltaf verið mikill aðdáandi Simon West og mér finnst myndirnar hans mjög góðar sérstaklega Con Air og svo var General´s Daughter mjög góð líka, Angelina Jolie var góð í þessari en ég hef séð hana gera betur, en allavega fær þessi mynd þrjár stjörnur frá mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Það sem mér fannst að myndinni er hvað hún er ofboðsæega heimskuleg og óspennandi.

Ég var ekki rassgat spenntur og mér leiddist, en ef maður er hrifinn af myndum þar sem enginn hugsun kemur málinu við þá áttu eftir að vera hrifinn að þessari mynd en ég gef myndina 11/2 er vegna nokkurra flottra atriða,smá söguþráðs og tæknibrella.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð að segja eins og er en ég bjóst ekki við miklu af þessari mynd enda var hún ekkert sérstök. Ég veit að þetta er ævintýra mynd og það er má margt í þeim sem ekki er hægt í alvuru en stundum fannst mér sum atriði ganga útí öfga. Þó svo að skotbardagarnir hafi verið mjög flottir, hraðir og vel gerðir. Ég tala ekki um brjóstin á Angelina Jolie sem gerðu myndina enn flottari en hún hefði annas verið. Angelina Jolie var fædd í þetta hlutverk og var glæsileg! Þrátt fyrir allt fannst mér myndin frekar mikið rugl þrátt fyrir að vera ævintýra mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér fannst þessi mynd bara nokkuð góð. Angelina Jolie er flott sem Lara Croft. Það er samt svo rosalega lítið sem var tekið upp á Íslandi, og það fannst mér bömmer.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn