Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

The Expendables 2 2012

Frumsýnd: 24. ágúst 2012

Tími til kominn að hlaða á ný

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 67% Critics
The Movies database einkunn 51
/100

Þegar einföld aðgerð málaliðanna breytist í algjöra martröð ákveða þeir að taka til sinna ráða og ganga á milli bols og höfuðs á óvinum sínum. Herra Church kallar málaliðahópinn saman á ný og í þetta skipti til að framkvæma frekar einfalda aðgerð á óvinasvæði. En aðgerðin fer úrskeiðis þegar málaliðarnir mæta óvæntri mótspyrnu... Lesa meira

Þegar einföld aðgerð málaliðanna breytist í algjöra martröð ákveða þeir að taka til sinna ráða og ganga á milli bols og höfuðs á óvinum sínum. Herra Church kallar málaliðahópinn saman á ný og í þetta skipti til að framkvæma frekar einfalda aðgerð á óvinasvæði. En aðgerðin fer úrskeiðis þegar málaliðarnir mæta óvæntri mótspyrnu sem leiðir til þess að einn þeirra deyr. Þar með geta félagar hans ekki snúið til baka fyrr en þeir hafa hefnt hins fallna félaga síns og upprætt þá sem drápu hann ...... minna

Aðalleikarar

Nostalíguflipp
Að sjá gamlar uppáhalds kvikmyndahetjur á borð við Stallone, Schwarzenegger, Willis og Van Damme saman í einni mynd, var draumur minn sem hasarelskandi barn. En nú hefur hann ræst! Og að bæta fleiri töffurum á borð við Norris, Statham, Jet Li og Lundgren hefur gert þessa mynd að einhverju mesta nostalgíuflippi sem ég hef nokkurn tíman séð.
Fyrri myndin gerði það alveg ljóst að með þessari seríu væri ekki verið að eltast við útpælda sögu, óskarsverðlaunaleik og slíkt fínerí, heldur verið að miða á markhópinn sem fílar heilalausan og eitursvalan hasar þar sem hörkutól á testósterón óverdósi salla niður óvini og hreyta úr sér one-linerum á meðan. Sem slík tekst þessari mynd 110% upp. Hún er fáránlega skemmtileg og gefur manni vel fyrir peninginn af litríku ofbeldi, vöðvastæltum gamalmennum með stórar byssur og húmor, alveg upplögð mynd til að skella sér á með félögunum. Ef þú fílaðir fyrstu myndina þá er þessi af svipuðum toga, nema bara á sterum!
Ég var alveg að fíla það að sjá Svartanagg og Willis fá meira að gera en í fyrstu myndinni og djókið með frægu frasana þeirra hitti í mark hjá mér, sem og innkoma hins 72 ára gamla Chuck Norris, sem lítur ekki út fyrir að eldast neitt. Sly og Statham eru þrælgóðir að vanda, og aftur er mesta athyglin beind að þeim. Crews og Coture eru á hliðarlínunni og fá ekki margar línur, en eru þó áfram skemmtilegir. Lundgren fær líka að gera meira en í fyrri myndinni, aðallega samt að vera comic-relief, sem mér fannst heppnast bara vel. En af einhverjum ástæðum fær Jet Li ekkert að gera eftir fyrsta hlutann og skil ég ekki alveg þá ákvörðun, því hann var illilega svalur í þann skjátíma sem hann fékk. Þá fannst mér Nan Yu ekkert sérstaklega spennandi viðbót við grúppuna, hefði frekar verið til í að sjá Ginu Carano í þessu hlutverki, en ég kvarta samt ekki, hún stóð sig alveg ágætlega.
Það sem mér fannst aftur á móti mest miður var hversu lítið einn af mínum uppáhalds harðhausum frá því í æsku, Jean Claude Van Damme fékk að gera. Fyrir utan innkomuna og hörkubardaga við annað "gamalmenni" sást hann lítið sem ekkert. Hefði viljað vita meira um þennan karakter og sjá hann gera eitthvað annað en að vera með sólgleraugu og einhvern hörkutólasvip.

En í það heila er ég bara virkilega sáttur með þessa mynd. Hún er töff, hröð og hörkuskemmtileg og nær því fyllilega að uppfylla þau markmið sem hún setur sér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

21.10.2015

Jack Reacher 2 fær nafn

Tökur eru hafnar á Jack Reacher mynd númer 2, en hún hefur fengið nafnið Jack Reacher: Never Go Back. Í aðalhlutverki er sem fyrr Tom Cruise ( Mission: Impossible myndirnar, Edge of Tomorrow) og leikstjóri er Edward Zwick (T...

09.03.2014

Vonast til að leika tvíburabróðir í næstu mynd

Belgíska hasarmyndahetjan Jean-Claude Van Damme lék, eins og margir muna, illmennið í annarri The Expendables myndinni. Þar lék hann erkiskúrkinn Vilain, sem skarst í leikinn og drap einn úr liði hinna fórnarlegu og náði...

11.01.2014

Bruce Willis is in talks to star in the action-thriller Captive, replacing The Expendables and The Expendables 2 co-star Arnold Schwarzenegger, who was attached to the project back in 2011. The story follows an American real estate...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn