Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

When a Stranger Calls 2006

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 14. apríl 2006

Whatever You Do, Don't Answer The Phone.

87 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics
The Movies database einkunn 27
/100

Ung miðskólamær er að passa krakka fyrir mjög auðuga fjölskyldu. Hún byrjar að fá skrýtin símtöl þar sem börnunum er hótað. Þegar hún áttar sig á því að þetta er ekkert grín, þá hringir hún á lögregluna, en kemst þá að því að símtölin koma innan úr húsinu sjálfu. Hún þar nú að berjast upp á líf og dauða fyrir sig og börnin.

Aðalleikarar

Leikstjórn


Myndin var frekar slöpp. Við fórum nokkrir vinir á hana og urðum fyrir nokkrum vonbrigðum. Hinsvegar vorum slatti af smástelpum og svaka cool gaurum sem byltu sér við hið minnsta. En ég sat kjurr í stólnum alla myndina.

SPOILER: Tónlistin var alltaf í gangi og einu skiptin sem hún stoppaði þá hringdi síminn. SPOILER endar.

Frekar bandarískt....

Mín niðurstaða 1.5 stjarna. Það er fyrir þessa gaura sem urðu svaka hræddir:D
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd fyrir algjöran misskilning. Hélt þetta væri myndin með Paul Walker. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Mér fannst lélegur leikur og ódýr umgjörð skemma helst fyrir. Söguþráðurinn var líka afspyrnulélegur og fyrirsjáanlegur. Ég myndi segja að þetta væri leiðinlegasta mynd sem ég hef séð í ár.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ef þið munið eftir upphafsatriðinu í Scream.Þá er hægt að lýsa þessari mynd sem einu löngu upphafsatriði í scream. Þetta var hálf slöpp mynd þar sem söguþráðurinn er mjög einhæfur og ekki fann ég fyrir hræðslu í þessari mynd( er nú oftast auðvelt að hræða mig).SPOILER Það voru margar klísjur í þessari mynd t.d bregðunaratriði með kött.SPOILER ENDAR. Myndin s.s snýst um stelpu sem er að passa hjá einhverju ríku fólki lengst uppí sveit að næturlagi(að sjálfsögðu) og svo fer síminn að hringja og æi ég þarf varla að segja meira þið getið giskað á endann.Aðalleikonan var frekar léleg og var þetta ekki trúverðugt hjá henni en hún má eiga það að vera sæt. Ef ef þú ert á bilinu 13-16 ára stelpa og ert oft að passa þá er möguleiki að þessi mynd gæti hrætt þig. Ég var fyrir vonbrigðum með þessa mynd og ætla því að gefa henni aðeins hálfa stjörnu.




Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn