Annar „The Dude“ á leiðinni?

Variety kvikmyndablaðið segir frá því í dag að Jeff Bridges eigi í viðræðum við Paramount kvikmyndaverið um að leika aðalhlutverkið í endurgerð Joel og Ethan Coen á True Grit. Bridges myndi þar leika sama hlutverk og færði John Wayne Óskarsverðlaun árið 1969.
Bridges vann síðast með Coen bræðrum þegar hann lék hina goðsagnakenndu persónu Jeffrey „the Dude“ Lebowski árið 1998.

Myndin fjallar um 14 ára stúlku sem slæst í lið með Rooster Cogburn, alríkislögreglu sem tekin er að reskjast, og annarri löggu, í eltingarleik við útlaga sem drap föður stúlkunnar.

Upprunalega útgáfan sagði söguna frá sjónarhóli Cogburn, en nýja myndin á að segja söguna frá sjónarhóli stúlkunnar.

Coen bræður frumsýna nýjustu mynd sína A Serious Man á Toronto kvikmyndahátíðinni. Bridges lék síðast í the Men Who Stare at Goats og Tron Legacy.

Bridges ásamt félögum sínum í The Big Lebowski, í hlutverki „The Dude“.

Annar "The Dude" á leiðinni?

Variety kvikmyndablaðið segir frá því í dag að Jeff Bridges eigi í viðræðum við Paramount kvikmyndaverið um að leika aðalhlutverkið í endurgerð Joel og Ethan Coen á True Grit. Bridges myndi þar leika sama hlutverk og færði John Wayne Óskarsverðlaun árið 1969.
Bridges vann síðast með Coen bræðrum þegar hann lék hina goðsagnakenndu persónu Jeffrey „the Dude“ Lebowski árið 1998.

Myndin fjallar um 14 ára stúlku sem slæst í lið með Rooster Cogburn, alríkislögreglu sem tekin er að reskjast, og annarri löggu, í eltingarleik við útlaga sem drap föður stúlkunnar.

Upprunalega útgáfan sagði söguna frá sjónarhóli Cogburn, en nýja myndin á að segja söguna frá sjónarhóli stúlkunnar.

Coen bræður frumsýna nýjustu mynd sína A Serious Man á Toronto kvikmyndahátíðinni. Bridges lék síðast í the Men Who Stare at Goats og Tron Legacy.

Bridges ásamt félögum sínum í The Big Lebowski, í hlutverki „The Dude“.