Alan fer í meðferð – Ný stikla úr The Hangover 3

Ný stikla er komin fyrir The Hangover Part III. Stiklan sýnir töluvert meira af atriðum heldur en síðasta stikla, og gefur betri innsýn í söguþráð myndarinnar, þ.e. aðeins meira en bara að maður fái að vita að Úlfagengið svokallaða fari í eitthvað ferðalag.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Miðað við stikluna þá virðist sem að í kjölfar dauða föður mann-barnsins Alan, sem Zach Galifianakis leikur, hafi Alan hætt að taka lyfin sín, og er orðinn skrítnari en nokkru sinni fyrr, og var hann þó skrítinn fyrir. Félagar hans, þeir Phil (Bradley Cooper), Stu (Ed Helms) og Doug (Justin Bartha) grípa inn í og ákveða að fara með hann í meðferð á stað sem heitir New Horizons.

Á leiðinni þá er setið fyrir þeim af óþokka sem John Goodman leikur, en hann er á hælunum á Mr. Chow ( Ken Jeong ) fyrir að hafa stolið fullt af peningum frá honum.

Hann tekur Doug sem gísl, og sendir svo strákana í burtu til að finna Chow og færa sér sér hann. Það ferðalag leiðir þá til Tijuana í Mexíkó og til Las Vegas, og annarra staða.

Skoðið nýtt plakat hér fyrir neðan:

The Hangover Part III kemur í bíó hér á landi þann 31. maí nk.