Áhorf vikunnar (22.-28. feb)

Þá er komið að því. Tími vikunnar þar sem notendur deila með okkur hinum hvað þeir gláptu á. Ekki gleyma einkunn og umsögn. Undirritaður tekur frumkvæðið eins og áður.

Mín kvikmyndavika – sem var heldur öflug að þessu sinni – leit s.s. svona út (engin spes röð):

Shutter Island (3. áhorf) – 8/10
Kemur varla á óvart. Sá hana í þriðja sinn á forsýningunni og hefur álitið ekkert breyst. Dýrka hvernig sumar senur taka á sig allt aðra mynd þegar maður veit fléttuna.

Precious – 8/10
Ótrúlega erfið mynd til að horfa á en samt svo hjartnæm. Myndi samt ekki vilja horfa á hana aftur.

The Dirty Dozen – 9/10
Ein af mínum uppáhalds. Hvet þá sem ekki hafa séð hana til að finna hana undir eins. Merkilegt hvað seinustu 10 mínúturnar minna mikið á Inglourious Basterds (þó það ætti reyndar að vera öfugt).

The Rebound – 6/10
Gróf en samt einlæg og hlý mynd sem sýnir meiri umhyggju fyrir persónum sínum heldur en flestar rómantískar gamanmyndir gera.

Legion – 5/10
Auðgleymd er eina orðið sem mér dettur í hug. Nokkrar fínar hugmyndir í myndinni og Bettany er nokkuð svalur. Ekkert meir.

The Departed – 10/10
Brilliant afþreyingarmynd sem og glæpamynd. Heldur manni við efnið allan tímann.

Super High Me – 7/10
Skemmtileg heimildarmynd sem missir reyndar dampinn þegar líðum að lokum.

Pleasantville – 9/10
Hef lengi reynt að finna þessa mynd! (fann hana loks á Region 1), finnst hún alveg æðisleg. Ótrúlega góð samfélagsádeila og bara almennt falleg og fyndin saga.

Smokin’ Aces 2: Assassins Ball – 2/10
Lætur fyrstu myndina líta út eins og Sin City í samanburði.

Nú næsti…