10 mest niðurhöluðustu myndir allra tíma

Eins og flestir vita þá er ólöglegt að niðurhala kvikmyndum. Eigendur skráarskiptiforritsins BitTorrent hafa sýnt í gegnum tíðina að þeir fara sínar eigin leiðir og gefa lögum og reglum lítinn gaum. BitTorrent tók saman 10 vinsælustu myndirnar frá upphafi nú um daginn.

Listinn byggist á fjölda niðurhala í gegnum BitTorrent frá árinu 2006. Fyrir árið 2006 var notkun BitTorrent mun minni en hún er í dag þannig að listinn er marktækur. Hann tekur ekki tillit til gæða, vefsíðna o.þ.h. Listinn er eftirfarandi:

1.Avatar (2009) – 21 milljón niðurhöl
2.The Dark Knight (2008) – 19 milljón niðurhöl
3.Transformers (2007) – 19 milljón niðurhöl
4.Inception (2010) – 18 milljón niðurhöl
5.The Hangover (2009) – 17 milljón niðurhöll
6.Star Trek (2008) – 16 milljón niðurhöl
7.Kick-Ass (2010) – 15 milljón niðurhöl
8.The Departed (2006) – 14 milljón niðurhöl
9.The Incredible Hulk (2008) – 14 milljón niðurhöl
10.Pirates Of The Caribbean: At World’s End (2007) – 14 milljón niðurhöl

Þrátt fyrir að margar milljónir manna hafi náð í þessar myndir ólöglega á veraldarvefnum er ekki hægt að segja að það hafi komið niður á tekjum þeirra í kvikmyndahúsum erlendis. Avatar er sú mynd sem hefur grætt hvað mestan pening frá upphafi kvikmynda, Star Trek er þar í öðru sæti og The Dark Knight í því þriðja.