Nýtt á DVD

SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Kevin Munroe
Söguþráður Allir sem eiga eða hafa einhvern tíma átt PlayStation-leikjatölvu kannast við félagana Ratchett og Clank. Félagarnir þurfa nú að stöðva hinn illa Drek frá því að eyðileggja plánetur í Solana-vetrarbrautinni. Þeir ganga til liðs við hóp litríkra og skemmtilegra persóna sem kallar sig Alheimsverðina. Saman keppast þau við að bjarga sólkerfinu á sama tíma og það reynir á vináttu þeirra. Ratchet og Clank þurfa að skoða hvað það merkir að vera hetja og hvað það þýðir að vera hugrakkur og trúr sjálfum sér.
Útgefin: 20. október 2016
GamanmyndGlæpamynd
Söguþráður Gömlu skólafélagarnir Bob og Calvin hafa valið sér mismunandi hlutskipti í lífinu. Á meðan Calvin gerðist bókari (og dauðsér eftir því) gekk Bob til liðs við leyniþjónustu Bandaríkjanna og er fyrir löngu orðinn vanur að takast á við harðsvíruðustu glæpa- og hryðjuverkamenn sem svífast einskis. Í ljós kemur að Bob glímir nú við verkefni þar sem hann þarfnast sárlega einhvers sem skilur tölur almennilega. Calvin harðneitar í fyrstu allri aðstoð við hann, enda lífshættulegt, en því miður þá er það of seint.
Útgefin: 20. október 2016
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Bryan Singer
Söguþráður Allt frá upphafi menningarinnar þá var hann tilbeðinn sem guð. Apocalypse, sá fyrsti og kraftmesti stökkbreytti, dró í sig mátt margra annarra stökkbreyttra, og varð ódauðlegur og ósigrandi. Nú vaknar hann upp eftir þúsund ára dvala, og verður fyrir miklum vonbrigðum með heiminn eins og hann er, og safnar saman kraftmiklum stökkbreyttum, þar á meðal Magneto, til að hreinsa mannkynið og skapa nýja heimsmynd, sem hann mun stjórna. Örlög Jarðarinnar eru nú í hættu, og Raven þarf, með hjálp Prófessor X, að leiða hóp ungra X-manna, til að stöðva þennan volduga óvin og bjarga mannkyni frá gereyðingu.
Útgefin: 20. október 2016
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chuck Powers
Söguþráður Ribbit er froskur sem á í vandræðum með sjálfsmynd sína. Ólíkt öðrum froskum þá hefur hann ekki gaman af því að hoppa og þolir ekki vatn. Honum finnst hann því ekki passa nógu vel inn, og hausinn á honum er fullur af tilvistarlegum spurningum ... þannig að ásamt besta vini sínum, fljúgandi íkorna, þá fer hann í ferðalag í leit að sjálfum sér. Myndin gerist í Amazon frumskóginum, og þeir hitta margskonar persónur á leið sinni. Ruglingur kemur upp þegar Ribbit er óvart dáleiddur. Er hann kannski prins í álögum?
Útgefin: 20. október 2016
DramaÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Knattspyrnumaðurinn Pelé fæddist árið 1940 og vakti athygli aðeins þrettán ára að aldri fyrir einstaka knattspyrnuhæfileika. Sextán ára gamall varð hann liðsmaður knattspyrnufélagsins Santos og á næstu árum skapaði hann sér ódauðlegt nafn sem einn besti knattspyrnumaður allra tíma. Í myndinni Pelé: Birth of a Legend, er farið yfir lífshlaup þessa mikla knattspyrnumanns með sérstakri áherslu á bakgrunn hans og æsku sem einkenndist af fátækt en afar sterku sambandi við fjölskylduna ...
Útgefin: 20. október 2016
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Andrés G. Schaer
Söguþráður Þegar górillan Snæþór flytur í dýragarð kemur í ljós að hinar górillurnar vilja ekki vera vinir hans því hann er svo ólíkur þeim. Hvað getur hann gert? Górillan Snæþór er eina hvíta górillan í heiminum og ólst upp hjá fjölskyldu í borg. Nú er hann hins vegar orðinn of stór til að fjölskyldan geti haft hann heima og því er ákveðið að hann flytji í dýragarð. Þar nær Snæþór strax vinsældum dýragarðsgesta en á hins vegar erfiðara með að eignast vini á meðal hinna górillanna í garðinum. Með aðstoð þvottabjarnarins Jenga ákveður Snæþór því að laumast út úr garðinum og hafa uppi á norn einni sem sagt er að geti gert hann venjulegan.
Útgefin: 20. október 2016
Spennumynd
Leikstjórn Quentin Tarantino
Söguþráður Aðalpersónan, Brúðurin, var meðlimur the Deadly Viper Assassination Squad, sem elskhugi hennar Bill fór fyrir. Þegar hún komst að því að hún væri ófrísk eftir Bill, þá ákvað hún að skipta um lífstíl og flýja líf sitt sem leigumorðingi. Hún fer til Texas, hittir þar ungan mann, sem, daginn þegar verið er að æfa brúðkaupið, er skotinn af öskureiðum og afbrýðisömum Bill ( með hjálp leigumorðingjasveitarinnar Deadly Viper Assassination Squad ). Fjórum árum síðar þá vaknar Brúðurin úr dauðadái, og kemst að því að barnið er hvergi að sjá. Hún ákveður því að hefna sín grimmilega á þeim fimm aðilum sem eyðilögðu líf hennar og drápu barnið hennar.
Útgefin: 13. október 2016
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Quentin Tarantino
Söguþráður Beatrix Kiddo, öðru nafni Brúðurin, er leigumorðingi, sem var svikin illilega af Deadly Viper Assassination Squad, sem lýtur yfirráðum fyrrum yfirmanns hennar Bill, sem skaut hana á brúðkaupsdaginn hennar og skyldi hana eftir í blóði sínu. Brúðurin vaknaði fjórum árum síðar úr dái, og ákvað að hefna sín á Bill og the Deadly Viper Assassination Squad. Hún fær hjálp frá einum af lærimeisturum Bill, Hattori Hanzo, sem er hættur störfum. Hún byrjar hefndarförina á því að drepa Vernita Green og O´Ren Ishii. Þar á eftir snýr hún sér að yngri bróður Bill, Budd, sem er núna útkastari á nektardansstað, og Elle Driver, sem er hinn eineygði erkióvinur Brúðarinnar, og svo auðvitað Bill sjálfum, án þess að vita að Bill er með dóttur hennar B.B. í haldi, en hún hélt að dóttirin hefði dáið á meðan hún sjálf var í dauðadái. Mun brúðinni takast að hefna sín og mun henni takast að drepa Bill?
Útgefin: 13. október 2016
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jennifer Yuh
Söguþráður Hér segir frá því þegar hinn raunverulegi faðir Pós kemur til sögunnar, en hann hefur um langa hríð leitað sonar síns um allt Kína. Það verða fagnaðarfundir með feðgunum og svo fer að Pó fer með föður sínum til æskustöðvanna þar sem hann hittir alla ættingjana og stóran hóp af öðrum pöndum sem kunna lítið annað en að hafa það gott og borða. En hættan er handan við hornið og þegar hinn illa innrætti Kæ fer á kreik þarf Pó enn á ný að sanna hvað í honum býr ...
Útgefin: 13. október 2016
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Anthony Russo, Joe Russo
Söguþráður Vegna misheppnaðra aðgerða sem kostað hafa mannslíf hefur stjórnin ákveðið að hér eftir þurfi Avengers-hópurinn og aðrir með ofurkrafta að fylgja ströngum reglum. Við þetta vill Steve Rogers ekki sætta sig þvert á vilja Tonys Stark og smám saman magnast deilan uns á brestur bardagi sem á eftir að taka sinn toll.
Útgefin: 13. október 2016
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jennifer Yuh
Söguþráður Hér segir frá því þegar hinn raunverulegi faðir Pós kemur til sögunnar, en hann hefur um langa hríð leitað sonar síns um allt Kína. Það verða fagnaðarfundir með feðgunum og svo fer að Pó fer með föður sínum til æskustöðvanna þar sem hann hittir alla ættingjana og stóran hóp af öðrum pöndum sem kunna lítið annað en að hafa það gott og borða. En hættan er handan við hornið og þegar hinn illa innrætti Kæ fer á kreik þarf Pó enn á ný að sanna hvað í honum býr ...
Útgefin: 13. október 2016
GamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Óskar Jónasson
Söguþráður Myndin segir frá Húbert sem er hlédrægur auglýsingateiknari og ekki sérlega laginn við að nálgast hitt kynið. Hann verður ástfanginn af Hönnu, sem er í sárum eftir sambandsslit. Til að ganga í augun á henni bregður Húbert á það ráð að herma eftir yfirmanni sínum, sem er óforbetranlegur kvennabósi. Það dugar til að brjóta ísinn, en málin taka fljótlega óvænta stefnu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Útgefin: 13. október 2016
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn James Bobin
Söguþráður Sagan gerist sex mánuðum eftir ævintýrin í Undralandi og í þetta sinn fer Lísa í gegnum spegil sem liggur til Spegillands. Þar hittir hún reyndar fyrir margar af sömu persónunum og voru í Undralandi sem þó hafa sumar hverjar tekið nokkrum breytingum. Og sem fyrr þarf Lísa að leysa alls konar þrautir áður en hún getur haldið heim á ný ...
Útgefin: 13. október 2016
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við ófleygir fuglar. Fuglarnir eru hamingjusamir í paradís sinni og vita ekkert af umheiminum handan hafsins. Dagarnir eru áhyggjulausir og fuglarnir eyða þeim í að hugsa um eggin sín í rólegheitunum. Rauður, Toggi og Bombi, eru furðufuglarnir í hópnum. Rauður hefur verið skikkaður til að sækja skapofsameðferð þar sem hann á til að rjúka upp í skapinu, Toggi er ofvirkur, hreyfir sig hratt og er með sífellda munnræpu en Bombi þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að hann springur öðru hverju og verður því að búa í sprengjubyrgi.
Útgefin: 6. október 2016
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Frears
Söguþráður Sönn saga hinnar kostulegu Florence Foster Jenkins sem þráði að verða óperusöngkona þrátt fyrir að vera auðheyranlega alveg rammfölsk. Þegar Florence erfði mikla peninga eftir föður sinn árið 1909, á sama tíma og hún hitti breska leikarann St Clair Bayfield sem gerðist sambýlismaður hennar, umboðsmaður og aðdáandi númer eitt, má segja að sérstæður söngferill hennar hafi hafist fyrir alvöru
Útgefin: 6. október 2016
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Þættirnir gerast að mestu í ævintýralandinu Mummaheimi, en þangað ferðast Kata í hvert sinn sem hún glímir við eitthvert vandamál eða þegar forvitni hennar vaknar um einhvern hlut. Í Mummaheimi lifnar Mummi kanína nefnilega við og stækkar og saman lenda þau Kata þar í margvíslegum og litríkum ævintýrum.
Útgefin: 6. október 2016
Heimildarmynd
Leikstjórn Luc Jacquet
Söguþráður Myndin fjallar um vísindamanninn Claude Lorius, sem rannsakaði ís Antartíku árið 1957. Hann segir frá sögu plánetunnar okkar og framtíðarinnar sem er mótuð af mannfólkinu. Hér er um að ræða einstakt vísindalegt ævintýri manns sem helgað hefur líf sitt leitinni að sannleikanum um tilveruna í hjarta hinnar frosnu veraldar.
Útgefin: 3. október 2016
Spennutryllir
Leikstjórn Adam Levins
Söguþráður January neyðist til að snúa heim eftir sex ár á ferðalögum erlendis. Hún lenti í lífshættulegu slysi og er nú bundin við hjólastól, og langtímaminnið er farið. Kærasti hennar, Callum, kemur með henni, en þau kynntust á ferðalaginu. Hann var einnig ökumaður þegar þau lentu í slysinu. Hún hefur ekki aðeins gleymt fjölskyldu sinni, heldur barnæsku sömuleiðis, og það kemur henni á óvart að sjá að hún býr á herragarði úti í sveit. January fjarlægist fjölskyldu sína æ meira eftir því sem hún reynir að aðlagast, en fjölskyldan þráir ekkert frekar en að hún tengist þeim á nýja leik. Vandamálið er að January man ekki hver hún var, né heldur afhverju hún hljópst að heiman. Hún þráir að komast að því afhverju hún fór og biður Callum að hjálpa sér. Þau komast fljótt að því að fjölskyldan er ekki öll þar sem hún er séð, og elskulegheitin meira á yfirborðinu. Var einhver drungaleg ástæða fyrir því að hún fór að heiman á sínum tíma?
Útgefin: 30. september 2016
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Morð er framið á Louvre safninu í París sem virðist tengjast ævafornu leynifélagi sem geymir ógnvekjandi sannleika um hinn heilaga bikar Krists. Þegar hinn virti bandaríski táknfræðingur Dr. Robert Langdon er fenginn til að koma á Louvre safnið í París af alríkislögreglu Frakklands, undir stjórn Bezu Fache, þá kemst hann að því að Fache er grunaður um morðið á sagnfræðingi sem Langdon átti að hitta. Langdon fær aðstoð frá frönskum dulmálsfræðingi og fulltrúa ríkisins að nafni Sophie. Hann þarf að leysa úr flókinni keðju dulmálslykla og ráðgátna, á sama tíma og hann þarf að vera á varðbergi gagnvart mönnum Fache, í eltingarleik í gegnum Louvre, og inn í Parísarborg, og að lokum til Englands. Munu Langdon og Sophie ná að leysa ráðgátuna, sem nær allt til tíma Leonardo Da Vinci, og jafnvel enn lengra aftur?
Útgefin: 29. september 2016
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Duncan Jones
Söguþráður Warcraft er byggð á samnefndri tölvuleikjaseríu sem notið hefur gríðarlegra vinsælda allt frá því að fyrsti leikurinn, Warcraft: Orcs and Humans, kom út árið 1994. Í myndinni er sagan sögð frá byrjun. Friðurinn er rofinn í landinu Azeroth þar sem menn hafa völdin þegar stríðsmenn orca frá Draenor ráðast til inngöngu í leit að nýjum heimkynnum því Draenor er smám saman að verða óbyggilegt fyrir þá. Stríð er nánast óumflýjanlegt þar sem báðar fylkingarnar eru að berjast fyrir tilveru sinni en slíkt stríð gæti að lokum leitt til þess að bæði menn og orcar þurrkuðust út fyrir fullt og allt.
Útgefin: 29. september 2016