Walken mafíósi í söngleik Eastwood

christopher walkenBandaríski kvikmyndaleikarinn Christopher Walken hefur verið ráðinn til að leika aðalhlutverkið í nýjustu mynd annars gamals meistara, Clint Eastwood, Jersey Boys. Myndin verður kvikmyndagerð af samnefndum söngleik, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda síðan hann var frumsýndur árið 2005.

Jersey Boys fjallar um stofnun, uppgang og að lokum lok samstarfs rokkgrúppunnar The Four Seasons á sjöunda áratug síðustu aldar.

Walken mun leika hlutverk Jersey mafíósans Angelo „Gyp“ DeCarlo, en í söngleiknum var DeCarlo óopinber sérlegur ráðgjafi ungu söngvaranna þegar þeir voru að byggja upp feril sinn.

jersey boys banner

 

Handrit skrifa Marshall Brickman og Rick Elice og framleiðsla myndarinnar hefst í september í Los Angeles.

Söngleikurinn hefur hlotið Tony leikhúsverðlaunin bandarísku, og hefur þénað meira en 1 milljarð Bandaríkjadala alls í ýmsum uppsetningum víða um heim.

Hér fyrir neðan eru nokkur vinsæl lög úr söngleiknum:

Stikk: