Viltu sjá End of Watch í kvöld?

Kl. 20:00 í kvöld í nýju (og miklu betra) Kringlubíói verður forsýning haldin á löggutryllinum End of Watch – og við ætlum að gefa fullt af miðum. Vitaskuld!

Myndin fjallar um félagana Brian og Mike, sem eru ekki bara vinnufélagar heldur góðir vinir að auki. Við venjubundið eftirlit í borginni verða þeir varir við eitthvað grunsamlegt og ákveða í framhaldinu að stöðva bíl og leita í honum. Sú leit leiðir svo aftur til þess að þeir finna bæði skotvopn og peninga sem tilheyra einni af glæpaklíkum borgarinnar. Vopnin og peningana gera þeir upptæka eins og reglur gera ráð fyrir en um leið styggja þeir glæpamenn sem eru ekki á því að láta lögregluna koma í veg fyrir áætlanir sínar og hyggja á hefndir.

Til að eiga séns á frímiðum þarftu ekki að gera annað en að senda tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is. Segðu hver er besta myndin með Jake Gyllenhaal að þínu mati, og kl. 15:00 mun ég svara þeim sem fara frítt á sýninguna.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun!