Vilja hryllingsstyttu af Ball burt

Íbúar í heimabæ sjónvarpsstjörnunnar sálugu Lucille Ball, eru allt annað en ánægðir með nýja styttu af stjörnunni sem búið er að reisa í bænum og segja að hún veki upp ótta, og líkist henni ekki vitundarögn. Þeir hafa nú þegar leitað leiða til að safna fé til að laga styttuna.

ball

Íbúar bæjarins The Celeron í New York ríki í Bandaríkjunum, hafa stofnað sérstakan Facebook hóp sem þeir kalla „“We Love Lucy! Get Rid of this Statue.“ Einn meðlimur hópsins stingur upp á fjársöfnun á GoFundMe og annar leggur til Kickstarter fjársöfnun.

Um er að ræða 200 kg. styttu í fullri líkamsstærð sem reist var í bænum árið 2009, og var gefin af einkaaðila. Listamaðurinn sem gerði styttuna, Dave Poulin, hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla.

„Ég held að það sé ekki hægt að laga hana,“ sagði einn af stofnendum Facebook hópsins við Yahoo! News.

Maðurinn á bakvið þrýstihópinn sagði að hann vildi ekki dæma öll verk listamannsins út frá þessu eina, en sagði að þetta tiltekna verk yrði að hverfa. „Hún lítur út eins og skrímsli. Það er bara mín skoðun,“ sagði maðurinn. „Þegar þú sérð hana að kvöldi til, þá vekur hún með manni ótta.“

En það kostar sitt að fjarlægja eða laga styttuna. „Það yrði kostnaðarsamt,“ sagði bæjarstjóri Celoron, Scott Schrecengost við bæjarblaðið Post-Journal. „Síðustu ár hef ég rætt við Dave Poulin og átt við hann samtöl um að endurgera styttuna. Hann sagði að hann vildi fá 8-10 þúsund Bandaríkjadali fyrir viðvikið.“