Vertigo áhrifið mikla

VertigoStairsKvikmyndin Vertigo, eftir Alfred Hitchcock kom með byltingarkennda tilraun, sem varð síðar meir að einu mikilvægasta tóli í kvikmyndatöku til þess að búa til meiri dýpt og dramatík.

Þessi aðferð kallast „Dolly Zoom“ og er líka kallað „Vertigo Effect“, eða á móðurmálinu einfaldlega „Vertigo áhrifið“ og er gert með því að þysja inn og bakka með myndavélina á sama tíma. Það er einnig hægt að gera þetta öfugt, með því að fara með myndavélina áfram og þysja út.

Í dag kippa ekki margir sér upp við þessa aðferð, en þegar fólk sá Vertigo í fyrsta skipti í kvikmyndahúsum árið 1958, þá svimaði því og áttaði sig ekki á því hvernig hlutföllin teygðust og breyttust svo skyndilega.

Kvikmyndatökumaðurinn Irmin Roberts fann upp á aðferðinni og hefur hún verið notuð í mörgum frægum kvikmyndum á borð við ET: The Exta Terrestrial, Poltergeist, Scarface og Lord of the Rings.

Aðferðin er hvað mest notuð til þess að skapa þessa óþægilegu tilfinningu, eða þegar persóna er að uppgvöta hið stóra leyndarmál. Einnig er hún notuð til þess að koma áherslu á einn hlut, viðfangsefni eða persónu. Þó er það ekki klappað í stein hvenær á að nota þessa aðferð og í mörgum kvikmyndum hefur þessi aðferð verið notuð á margan mismunandi hátt.

Hér að neðan má sjá margar frægar senur þar sem þessi aðferð hefur verið notuð.