Elsta Hitchcock leikkonan látin

Louise Latham, elsta leikkona á lífi sem leikið hafði í kvikmynd eftir Alfred Hitchcock, er látin. Hún lést þann 12. febrúar sl. 95 ára að aldri. Það var The Hollywood Reporter sem var fyrst með fréttina. Latham lést á elliheimili í Montecito í Kaliforníu. Latham fékk fyrsta stóra tækifærið á hvíta tjaldinu sem titilpersónan í […]

Farið yfir feril Curtis Hanson

Curtis Hanson, leikstjóri mynda á borð við L.A. Confidential og 8 Mile, fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles á þriðjudaginn, 71 árs gamall.  Blaðamaður Variety hefur skrifað grein um Hanson, sem vann Óskarsverðlaunin fyrir handrit sitt að L.A. Confidential. Þar segir meðal annars að hann hafi orðið betri með aldrinum, sem sé sjaldgæft á meðal […]

Varúð! Ekki fyrir lofthrædda

Vefsíðan Readersdigest hefur tekið saman lista yfir tíu myndir sem ólíklegt er að séu í sérstöku uppáhaldi hjá lofthræddum.  Myndirnar eru af ýmsum toga, þar sem húsþök, háhýsi, fjöll og geimurinn koma við sögu. Fáum ætti að koma á óvart að Vertigo eftir Alfred Hitchcock er á listanum. Einnig er þar heimildarmyndin Man On Wire […]

Vertigo áhrifið mikla

Kvikmyndin Vertigo, eftir Alfred Hitchcock kom með byltingarkennda tilraun, sem varð síðar meir að einu mikilvægasta tóli í kvikmyndatöku til þess að búa til meiri dýpt og dramatík. Þessi aðferð kallast „Dolly Zoom“ og er líka kallað „Vertigo Effect“, eða á móðurmálinu einfaldlega „Vertigo áhrifið“ og er gert með því að þysja inn og bakka […]

Hitchcock hátíð í Bíó Paradís

Bíó Paradís í samstarfi við Svarta Sunnudaga hafa sýnt á sunnudögum í vetur klassískar költ-myndir fyrir áhorfendur og vakið vitund meðal fólks á kvikmyndum sem flokkast ekki undir nútíma kvikmyndagerð. Næstu helgi verða þrjár kvikmyndir eftir Alfred Hitchcock sýndar og eru þetta sannkölluð meistaraverk sem enginn kvikmyndaunnandi má láta fram hjá sér fara. Í tilkynningu segir „Bíó […]

Hopkins er Hitchcock!

Anthony Hopkins er í gervi leikstjórans Alfred Hitchcock í myndinni Hitchcock sem áætlað er að komi í kvikmyndahús vestanhafs í lok nóvember á þessu ári (við hér á klakanum megum búast við henni eftir jól). Komið er út plakat fyrir myndina sem sýnir Hopkins nánast óþekkjanlegan á rauðum bakgrunni með hníf í höndunum. Myndin fjallar […]

Paramount endurgerir Hitchcock-mynd

Paramount hafa ákveðið að endurgera kvikmyndina Suspicion, sem leikstýrt var af Alfred Hitchcock árið 1941. Suspicion fjallar um unga feimna konu sem giftist eldri séntilmanni en fer fljótlega að gruna hann um að reyna að myrða sig. Veena Sud mun skrifa handrit nýju myndarinnar, en hún er hvað þekktust fyrir að hafa skrifað handrit sjónvarpsþáttaraðarinnar […]

Psycho sjónvarpsþættir í bígerð ?

Sjónvarpsstöðin A&E Network er að athuga möguleikann á því að gera sjónvarpsþáttaröð eftir einni af frægari myndum meistarans Alfred Hitchcock, Psycho. Ef þættirnir verða að veruleika munu þeir koma út á næsta ári, en málið er á byrjunarstigi í dag. Ef þættirnir verða gerðir munu þeir einblína á forsögu Psycho, þ.e. þeir munu kafa djúpt […]

Hopkins í fötin hans Hitchcocks

Stórleikarinn Anthony Hopkins á nú í viðræðum um að leika hrollvekjumeistarann Alfred Hitchcock, í myndinni Alfred Hitchcock and the Making of Psycho, samkvæmt fréttaveitunni The Hollywood Reporter. Þar er um að ræða kvikmyndagerð bókar eftir Stephen Rebello, en sú bók er byggð á sönnum atburðum. Sacha Gervasi, sem gerði myndina Anvil! The Story of Anvil, […]