Val Kilmer er óþekkjanlegur sem Mark Twain

Val Kilmer fór nýverið úr kvikmyndabransanum yfir í leikhúsbransann og hefur nú tekið að sér hlutverk bandaríska rithöfundarins Mark Twain í einleik sem hefur sýningar í Hollywood á næstunni. Einleikurinn er forveri kvikmyndarinnar Mark Twain and Mary Baker Eddy sem kemur vonandi út á næsta ári.

Kilmer bæði leikstýrir myndinni og er í aðalhlutverki, en hann er sagður hafa gjörsamlega umbreyst eftir að hafa tekið við hlutverkinu, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan (!)

Kilmer sækist nú eftir stuðningi til þess að klára myndina, en áhugasamir geta skoðað heimasíðu myndarinnar hér. Mark Twain (fyrir neðan) var ansi litríkur karakter, en myndin fjallar um samband hans við kvenskörungsins Mary Baker Eddy (fyrir neðan) sem hann hitti aldrei.

Ég á enn eftir að fyrirgefa Kilmer fyrir frammistöðu sína sem Batman en ég hef samt alltaf haft gaman af honum sem leikara. Hann var fáránlega skemmtilegur í myndum eins og Kiss Kiss Bang Bang, Heat og Top Gun. Það er áhugavert að sjá stjörnufallið sem maðurinn hefur lent í, en ferillinn hans hefur verið upp og ofan í gegnum árin. Myndin virkar þó mjög áhugaverð og kannski hún verði sýnd á vegum Græna Ljóssins á næsta ári – hver veit.