Upplifði sig sem táning

Ferill Hans Zimmer í kvikmyndatónlist er einn sá glæsilegasti þó víðar væri leitað. Zimmer varð fyrst þekktur fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Rain Man, árið 1988 og var m.a. tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir það verk. Eftir það fylgdu myndir á borð við Driving Miss Daisy, Thelma & Louise og The Power of One. Zimmer vakti seinna meir athygli Disney kvikmyndafyrirtækisins, sem fengu hann í sínar raðir til þess að semja tónlistina við teiknimyndina Lion King árið 1992.

Pharrell_Zimmer-image-2

Síðar fylgdu margar Hollywood stórmyndir í kjölfarið undir tónum Zimmers, m.a. Gladiator, Pearl Harbour, Pirates of the Carribbean, The Dark Knight og Inception.

Nýjasta verkefni Zimmers er The Amazing Spider-Man 2. Zimmer segir meðal annars frá því í nýju myndbandi að hann hafi upplifað sig sem táning þegar hann var að semja tónlistina fyrir Peter Parker og að tónlistin verði ungleg og fersk.

Zimmer er að vinna með Pharell Williams að tónlistinni fyrir kvikmyndina og er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir vinna saman. Unnu þeir meðal annars við teiknimyndina Despicable Me og við Superman-myndina, Man of Steel.