Umtalaðasti rithöfundur í USA – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan er komin út fyrir nýjustu mynd Sex Tape leikarans Jason Segel, The End of the Tour, en þar fer hinn 35 ára gamli leikari með hlutverk rithöfundarins þekkta David Foster Wallace, en skáldsaga hans Infinite Jest var valin á lista Time tímaritsins yfir 100 bestu skáldverk tímabilsins frá 1923 – 2005. Wallace framdi sjálfsmorð árið 2008, 46 ára að aldri.

segel jason

Í myndinni er fjallað um ferðalag sem blaðamaðurinn David Lipsky fór í með Wallace vegna greinar sem hann var að skrifa um Wallace í Rolling Stone tímaritið. Jesse Eisenberg fer með hlutverk Lipsky.

„Um hvað er þessi grein sem þú ert að skrifa?“ spyr Segel Eisenberg í stiklunni.

„Hún er bara um það hvernig það er að vera umtalaðasti rithöfundurinn í landinu,“ svarar hann.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Grein Lipsky birtist aldrei í Rolling Stone, en myndin er byggð á bók frá 2010 sem hann skrifaði upp úr minnispunktum sínum úr ferðalaginu sem kallast:  Although Of Course You End Up Becoming Yourself: A Road Trip With David Foster Wallace.

Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 31. júlí nk.