Tucker & Dale 2 í bígerð

tuckeranddaleGamanhrollvekjan Tucker & Dale vs Evil mun fá framhald og snúa þeir Alan Tudyk og Tyler Labine á ný í hlutverkum sínum. Leikararnir staðfestu þetta á Horrorhound hátíðinni sem fór fram í Cincinnati á dögunum.

Tudyk og Labine svöruðu spurningum áðdáenda á hátíðinni og sögðu þar að þeir þættu mjög vænt um Tucker og Dale. „Ekki örvænta, við myndum aldrei fara í að gera framhald ef handritið væri ömurlegt.“ sagði Tudyk m.a. og bætti svo við að framleiðslan á myndinni væri opinberlega hafin.

Tucker & Dale vs Evil kom út árið 2010 og er ein af þessum myndum sem gekk ekki vel í kvikmyndahúsum en hefur hægt og rólega byggt upp stóran aðdáendahóp sem sáu hana á Netflix, DVD, eða öðrum miðlum.

Myndin fjallaði um tvo meinlausa sveitalúða sem lifa rólegu lífi á uppeldisslóðum sínum. Friðurinn er þó fljótlega úti þegar hópur hávaðasamra og glaðgjarnra ungmenna ákveður að fara í útilegu í nágrenninu. Þegar ein stúlkan fellur í stöðuvatnið við kofann eftir að Tucker og Dale bregða henni óvart fiska þeir hana upp úr og fara með hana í kofann til að hlúa að henni. Skilaboð þeirra til hinna unglinganna misskiljast á þann hátt að félagar stúlkunnar halda að Tucker og Dale hafi rænt henni, og í framhaldinu hefjast hefndaraðgerðir ungmennanna til að endurheimta hana úr „klóm“ Tuckers og Dale. Útkoman úr því verður alveg óvart mjög blóðug og mannskæð.