Trailer fyrir Herbergisfélagann

Trailer fyrir sálfræði þrillerinn The Roommate er kominn á netið. Í myndinni, sem framleidd er af Screen Gems, leika helstu hlutverk þau Leighton Meester, Minka Kelly, Cam Gigandet, Aly Michalka, Danneel Harris, Frances Fisher og Billy Zane.
Myndin fjallar um framhaldsskólanema, leikinn af Meester, sem verður heltekinn af herbergisfélaga sínum á heimavistinni, sem leikinn er af Kelly.

Þeir sem muna eftir myndinni Single White Female, gætu kannast við tóninn í myndinni, nema hér er sögusviðið framhaldsskóli.

Myndin verður frumsýnd 4. febrúar.

Stikk: