Tók sveitina fram yfir kærleikann

Ástríðurnar krauma í nýrri íslenskri kvikmynd í leikstjórn Ásu Helgu Hjörleifsdóttur, Svar við bréfi Helgu, sem kemur í bíó í næstu viku, 2. september nánar tiltekið.

Myndin er byggð á skáldsögu Bergsveins Birgissonar og opinberi söguþráðurinn er eftirfarandi:

Í afskettum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.

Þá er þessi söguþráður aðgengilegur á vef kvikmyndamiðstöðvar: Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.

Með helstu hlutverk, hlutverk elskendanna Bjarna og Helgu, fara þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hera Hilmarsdóttir.

Sjáðu valdar ljósmyndir úr kvikmyndinni hér fyrir neðan ásamt stiklu og plakati: