Vissirðu að?
Myndin er kvikmyndaaðlögun á rómaðri skáldsögu Bergsveins Birgissonar frá árinu 2010. Bókin naut mikilla vinsælda hér á landi og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Myndin var tekin upp á Ströndum í Árneshreppi.
Ása Hjörleifsdóttir leikstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að eitt af því sem hún elskaði mest við þetta starf væri að vinna með leikurum og mjög stór hluti af leikstjórninni sé að velja í hlutverk. \"Fólk kemur inn með ákveðna orku. Góðir leikarar geta breytt sér og gert allan fjandann.\"
Myndin fékk fjóra og hálfa stjörnu af fimm mögulegum í Morgunblaðinu. \"Leikaravalið er í heild gott og styrkir myndina. Bjarna leikur Þorvaldur Davíð og tekst listilega að fanga karlmann sem er ásóttur af sínum eigin ákvörðunum. Hera Hilmarsdóttir er einnig í eftirminnileg í hlutverki nútímakonunnar Helgu en senuþjófur myndarinnar er án efa Aníta Briem,\" segir Jóna Gréta Hilmarsdóttir gagnrýnandi m.a.
Svar við bréfi Helgu er önnur mynd Ásu Helgu í fullri lengd. Hún leikstýrði áður kvikmyndinni Svaninum (2017) sem er einnig kvikmyndaaðlögun eftir skáldsögu.