The Guardian hefur tekið saman lista yfir fjörutíu áhugaverðustu kvikmyndirnar sem koma út í Bretlandi í haust.
Hér er listi yfir tíu myndir á listanum, sem ljóst er að margir geta ekki beðið eftir að sjá:
Bridget Jones´s Baby
Bridget snýr aftur 12 árum eftir að framhaldsmyndin Bridget Jones: The Edge of Reason kom út. Bridget er á báðum áttum hvort hún eigi að velja sinn fyrrverandi (Colin Firth) eða eða nýja vonbiðilinn (Patrick Dempsey). Málin flækjast þegar hún kemst að því að hún er ófrísk.
The Magnificent Seven
Sjö málaliðar reyna að vernda lítinn bæ gegn vondum iðnjöfrum. Þetta er ný útgáfa af hinni sígildu mynd John Sturges. Á meðal leikara eru Denzel Washington, Ethan Hawke og Chris Pratt.
The Girl on the Train
Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Paul Hawkins. Leikstjóri er Tate Taylor (The Help). Emily Blunt leikur alkóhólistann Rachel sem verður vitni að alvarlegum glæp.
I, Daniel Blake
Nýjasta mynd Ken Loach um bresku verkamannastéttina hlaut Gullpálmann í Cannes í vor og margir telja að henni eigi eftir að vegna vel í miðasölunni í heimalandinu.
Trolls
Justin Timberlake leikur geðvont tröll í þessari teiknimynd, sem hefur að geyma lag hans, Can´t Stop the Feeling, sem kom út í byrjun sumars. Það eru höfundar Shrek-myndanna sem eru mennirnir á bak við Trolls.
Doctor Strange
Þessi Marvel-mynd gæti getið af sér framhaldsmyndir. Benedict Cumberbatch leikur taugaskurðlækni sem lendir í bílslysi og fær í framhaldinu dulræla þjálfun frá „Hinni fornu“, sem Tilda Swinton leikur.
Fantastic Beasts and Where to Find Them
Um hliðarmynd Harry Potter er að ræða sem gerist á þriðja áratugnum. J.K. Rowling skrifar handritið en myndin er byggð á samnefndri bók hennar. Kvikmyndaverið Warner sér fyrir sér röð framhaldsmynda. Eddie Redmayne, Colin Farrell og Katherina Waterston leika aðalhlutverkin.
Bad Santa 2
Framhald költ-myndarinnar Bad Santa frá árinu 2003. Billy Bob Thornton er mættur aftur í hlutverki ruddalegs jólasveins sem ætlar að ræna góðgerðarsamtök. Christina Hendricks og Kathy Bates bætast í leikaraliðið.
Sully
Sönn saga flugmanns sem lenti farþegaflugvél í Hudson-ánni. Leikstjóri er Clint Eastwood, sem síðast sendi frá sér American Sniper, sem gerði góða hluti í miðasölunni. Tom Hanks er í aðalhlutverki.
Rogue One: A Star Wars Story
Þessi Star Wars-hliðarmynd gerist á undan A New Hope. Felicity Jones, Diego Luna og Forest Withaker leika hóp uppreisnarmanna sem reyna að uppræta Dauðastjörnuna.