Tíu mest spennandi myndir haustsins

The Guardian hefur tekið saman lista yfir fjörutíu áhugaverðustu kvikmyndirnar sem koma út í Bretlandi í haust.

Hér er listi yfir tíu myndir á listanum, sem ljóst er að margir geta ekki beðið eftir að sjá:

Bridget Jones´s Baby

Bridget snýr aftur 12 árum eftir að framhaldsmyndin Bridget Jones: The Edge of Reason kom út. Bridget er á báðum áttum hvort hún eigi að velja sinn fyrrverandi (Colin Firth) eða eða nýja vonbiðilinn (Patrick Dempsey). Málin flækjast þegar hún kemst að því að hún er ófrísk.

bridget 2

The Magnificent Seven

Sjö málaliðar reyna að vernda lítinn bæ gegn vondum iðnjöfrum. Þetta er ný útgáfa af hinni sígildu mynd John Sturges. Á meðal leikara eru Denzel Washington, Ethan Hawke og Chris Pratt.

The Girl on the Train

Myndin er byggð á samnefndri metsölubók Paul Hawkins. Leikstjóri er Tate Taylor (The Help). Emily Blunt leikur alkóhólistann Rachel sem verður vitni að alvarlegum glæp.

girl-on-the-train-poster

I, Daniel Blake

Nýjasta mynd Ken Loach um bresku verkamannastéttina hlaut Gullpálmann í Cannes í vor og margir telja að henni eigi eftir að vegna vel í miðasölunni í heimalandinu.

Trolls

Justin Timberlake leikur geðvont tröll í þessari teiknimynd, sem hefur að geyma lag hans, Can´t Stop the Feeling, sem kom út í byrjun sumars. Það eru höfundar Shrek-myndanna sem eru mennirnir á bak við Trolls.

Doctor Strange

Þessi Marvel-mynd gæti getið af sér framhaldsmyndir. Benedict Cumberbatch leikur taugaskurðlækni sem lendir í bílslysi og fær í framhaldinu dulræla þjálfun frá „Hinni fornu“, sem Tilda Swinton leikur.

doctor

Fantastic Beasts and Where to Find Them

Um hliðarmynd Harry Potter er að ræða sem gerist á þriðja áratugnum. J.K. Rowling skrifar handritið en myndin er byggð á samnefndri bók hennar. Kvikmyndaverið Warner sér fyrir sér röð framhaldsmynda. Eddie Redmayne, Colin Farrell og Katherina Waterston leika aðalhlutverkin.

Bad Santa 2

Framhald költ-myndarinnar Bad Santa frá árinu 2003. Billy Bob Thornton er mættur aftur í hlutverki ruddalegs jólasveins sem ætlar að ræna góðgerðarsamtök. Christina Hendricks og Kathy Bates bætast í leikaraliðið.

bad santa

Sully

Sönn saga flugmanns sem lenti farþegaflugvél í Hudson-ánni. Leikstjóri er Clint Eastwood, sem síðast sendi frá sér American Sniper, sem gerði góða hluti í miðasölunni. Tom Hanks er í aðalhlutverki.

Rogue One: A Star Wars Story

Þessi Star Wars-hliðarmynd gerist á undan A New Hope. Felicity Jones, Diego Luna og Forest Withaker leika hóp uppreisnarmanna sem reyna að uppræta Dauðastjörnuna.