The Borgias hættir

Deadline vefurinn segir frá því að sjónvarpsstöðin Showtime hafi ákveðið að hætta framleiðslu á Páfadramanu The Borgias sem Björn Hlynur Haraldsson hefur m.a. leikið í.

The-Borgias-Season-2-the-borgias-32207042-1280-800

Nú er sýningum á þriðju seríu þáttanna að ljúka og mun síðasti þáttur verða sýndur þann 16. júní nk. Höfundur þáttanna er Neil Jordan, og í aðalhlutverkum eru Jeremy Irons sem Alexander páfi VI, hinn útsmogni og stjórnsami yfirmaður hins alræmda Borgias ættarveldis, sem byggir upp veldi sitt með mútum og yfirgangi.

Upphaflega sáu menn fyrir sér að gera fjórar seríur af The Borgias, sem yrði þá jafn langt og fyrirrennari þáttanna, The Tudors. En þegar verið var að taka um mikilvæga senu í lokaþættinum, þá segir Jordan að Irons hafi snúið sér að honum og sagt honum „mér líður eins og þetta sé endirinn á einhverju, að fjölskyldan sé komin á endastöð.“

Þegar hann var að velta fyrir sér hugsanlegri fjórðu seríu, þá sagði Jordan að hann hefði ekki verið viss um að hann hefði nóg efni í 10 þætti, og var heldur ekki viss um það hvort að Showtime vildi fara út í fjórðu seríuna.

The Borgias lýkur göngu sinni með áhorf upp á 2,4 milljónir áhorfenda á viku, sem er álíka og áhorfið á seríu 2 á sama tíma.

Þættirnir eru alfarið teknir upp í Búdapest. Í lokaþættinum þá eru Alexander ( Irons ) og Cesare ( François Arnaud ) loks búnir að sættast og eru tilbúnir að taka fyrsta skrefið að lokatakmarki sínu; að skapa ættarkonungsdæmi þvert yfir hjarta Ítalíu. Aðrir leikarar í þáttunum eru m.a.  Holliday Grainger, Joanne Whalley, Lotte Verbeek, Sean Harris, Thure Lindhart, Gina McKee, Peter Sullivan, Julian Bleach og Colm Feore.

Þættirnir og leikararnir hafa fengið bæði Emmy og Golden Globe verðlaun.