Terminator – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir Terminator: Genysis er komin út en þar sjáum við Game of Thrones leikkonuna Emilia Clarke í hlutverki Sarah Connor og A Good Day to Die Hard leikarann Jai Courtney í hlutverki Kyle Reese, flakka um í tíma til að bjarga mannkyninu.

Screen Shot 2014-12-03 at 8.36.09 PM

Myndin er ekki endurræsing á gömlu Terminator myndunum, og ekki framhald heldur, heldur er um að ræða enn nýja sögu í bálkinn.

Og til að toppa allt saman þá er tortímandinn sjálfur, Arnold Scharzenegger mættur aftur, og nú í hlutverki tortímanda sem sendur er úr framtíðinni til að ala hina ungu Sarah upp og vara hana við yfirvofandi gereyðingu mannkyns af völdum vélmenna.

Aðrir leikarar eru Jason Clarke, úr Apaplánetunni, Matt Smith, Byung-Hun Lee og JK Simmons. Leikstjóri er Alan Taylor.

Terminator: Genisys verður frumsýnd 1. júlí, 2015.