Terminator 1 frumsýnd 26. júní 2015

terminator-3-le-soulevement-des-machines-terminator-3-rise-of-the-machine-1-gKvikmyndafyrirtækin Skydance Productions, Annapurna Pictures og Paramount Pictures segja í sameiginlegri tilkynningu að þau muni vinna saman að endurræsingu á Terminator seríunni, en fyrsta myndin í nýrri sjálfstæðri endurræstri ( reboot ) Terminator trílógiu verður frumsýnd þann 26. júní 2015.

Eins og við sögðum frá nú nýlega þá hefjast tökur myndarinnar í janúar á næsta ári. Megan Ellison er aðalframleiðandi myndarinnar, en hún keypti framleiðsluréttinn að myndunum fyrir 20 milljónir Bandaríkjadala árið 2011.

Upphaflega Terminator myndin er eftir James Cameron og er með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverkinu. Hún var frumsýnd árið 1984. Schwarzenegger leikur einnig í nýju myndinni.

Gerðar hafa verið alls fjórar Terminator myndir til þessa sem samanlegt hafa þénað einn milljarð Bandaríkjadala á alþjóðavísu.

Smelltu hér til að skoða stiklu úr upphaflegu Terminator myndinni.