Harrelson og Hardy saman í Venom

Leikarinn góðkunni Woody Harrelson mun leika á móti Tom Hardy í ofurhetjumyndinni Venom sem er væntanleg á næsta ári. Harrelson bætist þar með í hóp leikara á borð við Riz Ahmed, Michelle Williams og Reid Scott. Myndin er framleidd af Sony í samstarfi við Marvel kvikmyndaverið. Leikstjórn er í höndum Ruben Fleischer, en hann er hvað þekktastur fyrir […]

Fyrsta ljósmyndin úr War For The Planet Of The Apes

„Þetta er byrjað,“ skrifar Matt Reeves, leikstjóri War For The Planet Of The Apes, á Twitter-síðu sína. Með tístinu fylgir fyrsta ljósmyndin úr myndinni, sem er væntanleg í bíó sumarið 2017, og greinilegt að tökur eru hafnar. Ekki sést nákvæmlega hverjir eru á myndinni er ljóst er að einhver eða einhverjir sitja þar á hestbaki. Í […]

Óþekkjanlegur sem forseti Bandaríkjanna

Fyrsta ljósmyndin úr nýjustu mynd Woody Harrelson, LBJ, birtist nýlega í tímaritinu Entertainment Weekly.  Þar er Harrelson nánast óþekkjanlegur í gervi Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Rob Reiner, sem er þekktur fyrir When Harry Met Sally, This is Spinal Tap og The Princess Bride, leikstýrir myndinni en tökur á henni hófust í New Orleans í síðustu […]

Harrelson illmenni í Planet of the Apes 3

True Detective og Hunger Games leikarinn Woody Harrelson hefur verið ráðinn í hlutverk aðal mennska illmennisins í þriðju Apaplánetumyndinni, War of the Planet of the Apes. Lítið meira er vitað um ráðninguna, en þó er vitað að persóna hans verður kölluð: ‘The Colonel’ eða Ofurstinn. Samkvæmt The Hollywood Reporter vefsíðunni, sem segir frá þessu nú í kvöld, mun […]

Zoe Saldana í I Kill Giants

Zoe Saldana hefur bæst við leikarahópinn í kvikmyndinni I Kill Giants, sem er byggð á samnefndri myndasögu.  Guardians of the Galaxy-leikkonan fer með hlutverk skólasálfræðingsins Mrs. Mollé sem styður við bakið á ungri stúlku, Barbara, sem glímir við skrímsli í lífi sínu, bæði raunveruleg og ímynduð. Audrey Hart, sem lék dóttur Woody Harrelson í þáttunum […]

Lánaði Woody Harrelson magabolinn sinn

Jennifer Lawrence segist hafa lánað Woody Harrelson, meðleikara sínum í Catching Fire, magabolinn sinn á meðan á tökum myndarinnar stóð á Hawaii. Lawrence leikur Katniss Everdeen í myndinni, sem er framhald The Hunger Games. Harrelson leikur læriföður hennar, Haymitch Abernathy. „Við héldum nokkur góð partí. Þau voru mjög undarleg. Woody Harrelson í magabol var það […]

Töframenn ræna banka – ný stikla

Mjög hressandi og skemmtileg stikla er komin fyrir grín-spennumyndina Now You See Me, en þar eru mættir meistararnir Jesse Eisenberg, Woody Harrelson og Mark Ruffalo ásamt hinum frábæru Isla Fisher og Mélanie Laurent. Sjáið stikluna hér að neðan: Myndin fjallar um persónur sem þeir Jesse Eisenberg, Woody Harrelson, Isla Fisher og Dave Franco leika, sem nota hæfileika […]

Uppáhalds leikararnir þínir brillera í nýrri stiklu

Kannski aðeins of djörf (og löng) fyrirsögn, en ég stend við hana. Ef þú ert ekki sammála um hversu drullugóður leikhópurinn í Seven Psychopaths er, þá missi ég ósjálfrátt pínu virðinguna fyrir þínum kvikmyndasmekk… en allavega. Síðan ég sá In Bruges hef ég beðið spenntur eftir því hvað leikstjórinn Martin McDonagh myndi gera næst, og síðan ég frétti að […]

Fyrstu myndirnar úr Seven Psychopaths

Fyrstu myndirnar úr Seven Psychopaths voru að detta á netið. Þessi mynd hefur ekki farið svo hátt hingað til, en er að mati undirritaðs ein af þeim mest lofandi sem nú eru í vinnslu. Það mat byggi ég á fyrri mynd leikstjórans og handritshöfundarins Martin McDonagh (In Bruges), sem var algjörlega frábær, sem og fyrnasterkum leikhópinum sem samanstendur […]

Woody í bobba á netinu

Stórleikarinn Woody Harrelson tók þátt í dagskrárlið á vefsíðunni Reddit.com á dögunum sem kallast Ask Me Anything. Dagskrárliðurinn gengur þannig fyrir sig að frægir einstaklingar sitja fyrir spurningum notenda þar sem allt er leyft. Reddit gefur sig út fyrir að vera forsíða internetsins, en síðan er keyrð áfram af notendum sem hafa byggt upp gríðarlega […]

Rampart fær nýja stiklu

„Woody Harrelson er spilltasta lögga sem þú hefur séð á skjánum“, lofar fyrsti skjátextinn í nýrri stiklu fyrir myndina Rampart. Það gæti bara alveg passað, en ég er samt ekki sérfræðingur í spilltum sjónvarpslöggum. Þetta er mynd sem var ekki á radarnum hjá mér, en maður mun örugglega reyna að sjá ef að tækifæri gefst […]

Harrelson í Seven Psychopaths

Írski leikstjórinn Martin McDonagh, sem gerði hina frábæru In Bruges fyrir nokkrum árum, er loksins að fara af stað með sína aðra kvikmynd í fullri lengd, og ber hún nafnið Seven Psychopaths . Ekki verður vikið of langt frá því sem virkaði í fyrri mynd hans, en myndinni er lýst sem blóðugri, kolsvartri gamanmynd með […]

Harrelson óviss um Zombieland 2

Grín-hrollvekjan Zombieland gerði allt vitlaust þegar hún kom í kvikmyndahús í lok árs 2009, en tekjur myndarinnar voru fjórfalt hærri en kostnaðurinn. Eins og gefur að skilja var strax byrjað að huga að framhaldi, en í nýlegu viðtali við TotalFilm lýsti Woody Harrelson, einn aðalleikari myndarinnar, yfir óvissu varðandi málið. „Það gerist kannski ef allir […]