Lánaði Woody Harrelson magabolinn sinn

Jennifer Lawrence segist hafa lánað Woody Harrelson, meðleikara sínum í Catching Fire, magabolinn sinn á meðan á tökum myndarinnar stóð á Hawaii.

woody

Lawrence leikur Katniss Everdeen í myndinni, sem er framhald The Hunger Games. Harrelson leikur læriföður hennar, Haymitch Abernathy.

„Við héldum nokkur góð partí. Þau voru mjög undarleg. Woody Harrelson í magabol var það besta,“ sagði Lawrence við People. „Honum var mjög heitt og vildi fá lánaðan bol af mér vegna þess að hann var í thermo-bol og það eina sem hann passaði í var víður magabolur. Hið besta er að enginn minntist á þetta í partíinu,“ sagði hún.

Flest partíin voru haldin í húsi sem Josh Hutcherson, sem leikur Peeta Mellark, leigði. „Tökurnar stóðu yfir lengi hvern dag og voru líkamlega erfiðar, þannig að við þurftum að nauðsynlega að slaka á og skemmta okkur, og það gerðum við svo sannarlega,“ sagði Hutcherson.