Danskvæði um söngfugla og slöngur vinsælust

Nýja Hungurleikamyndin fór rakleitt á topp íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina þegar meira en þrjú þúsund manns greiddu aðgangseyri, samtals nærri sex milljónir króna.

Myndin heitir The Ballad of Songbirds and Snakes, eða Danskvæði um söngfugla og slöngur í íslenskri þýðingu.

Toppmynd síðustu viku, Trolls Band Together, þurfti því að sætta sig við annað sæti listans eftir tvær vikur á toppnum.

Í þriðja sæti er svo ofurhetjumyndin The Marvels sem fer einnig niður um eitt sæti milli vikna.

Íslenska myndin Jólamóðir heillaði 274 í sjötta sæti listans og Monster frá Japan snaraði sér í tíunda sæti listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: