Töframenn ræna banka – ný stikla

Mjög hressandi og skemmtileg stikla er komin fyrir grín-spennumyndina Now You See Me, en þar eru mættir meistararnir Jesse Eisenberg, Woody Harrelson og Mark Ruffalo ásamt hinum frábæru Isla Fisher og Mélanie Laurent.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Myndin fjallar um persónur sem þeir Jesse Eisenberg, Woody Harrelson, Isla Fisher og Dave Franco leika, sem nota hæfileika sína sem töframenn til að ræna banka. 

Mark Ruffalo og Mélanie Laurent eru lögreglumenn sem eltast við töframennina.

Í stiklunni glittir einnig í stórleikarana Morgan Freeman og Michael Caine.

Myndin kemur í bíó um mitt næsta ár.