Wedding Crashers 2 líklega á leiðinni

Enn berast fréttir af Will Ferrell myndum sem eru að fá framhald. Við höfum séð nú þegar Ferrell framhaldsmyndirnar Anchorman 2 og Zoolander 2, og nýlega sögðum við frá því að Step Brothers 2 væri á leiðinni. Nú hefur frést af því að framhald sé líklega á leiðinni af myndinni Wedding Crashers, sem fjallaði um tvo lífstíðar-partýpinna […]

Borat fjölskyldan stækkar

Kvikmyndastjörnurnar og hjónin Now You See Me leikkonan Isla Fisher, 39 ára, og Borat leikarinn Sacha Baron Cohen, 43 ára,  eignuðust sitt þriðja barn á dögunum. Frá þessu segir bandaríska tímaritið US Weekly. Tímaritið sagði frá því fyrst allra miðla í október sl. að hin ástralska Fisher væri ófrísk, en hún tekur sér nú stutt frí […]

Frumsýning – Goðsagnirnar fimm

Goðsagnirnar Fimm, eða Rise of the Guardians, verður frumsýnd í Sambíóunum nk. föstudag 7. desember. Í kynningu frá Sambíóunum segir að hér sé um að ræða stórkostlega teiknimynd frá Dreamworks þar sem margar þekktar ævintýrapersónur komi saman í fyrsta sinn og fari á kostum. Myndin verður sýnd með íslensku tali og bæði í venjulegri útgáfu og […]

Töframenn ræna banka – ný stikla

Mjög hressandi og skemmtileg stikla er komin fyrir grín-spennumyndina Now You See Me, en þar eru mættir meistararnir Jesse Eisenberg, Woody Harrelson og Mark Ruffalo ásamt hinum frábæru Isla Fisher og Mélanie Laurent. Sjáið stikluna hér að neðan: Myndin fjallar um persónur sem þeir Jesse Eisenberg, Woody Harrelson, Isla Fisher og Dave Franco leika, sem nota hæfileika […]