Borat fjölskyldan stækkar

Kvikmyndastjörnurnar og hjónin Now You See Me leikkonan Isla Fisher, 39 ára, og Borat leikarinn Sacha Baron Cohen, 43 ára,  eignuðust sitt þriðja barn á dögunum. Frá þessu segir bandaríska tímaritið US Weekly.

isla fisher

Tímaritið sagði frá því fyrst allra miðla í október sl. að hin ástralska Fisher væri ófrísk, en hún tekur sér nú stutt frí frá kvikmyndaleik í myndinni Now You See Me: The Second Act, til að sinna barni sínu.

„Fjölskyldan er núna í algjörum forgangi hjá mér. Þannig að mér finnst betra að taka að mér aukahlutverk í myndum sem stendur,“ sagði Fisher í samtali við The Telegraph árið 2013. „Aukahlutverkin eru líka áhugaverðust. Þar færðu að vera karakter-leikkona.“

Fisher og Baron Cohen giftu sig í mars árið 2010, og eiga saman fyrir dæturnar Olive, 7 ára, og Elula, 4 ára.