Zoe Saldana í I Kill Giants

Zoe Saldana hefur bæst við leikarahópinn í kvikmyndinni I Kill Giants, sem er byggð á samnefndri myndasögu. zoe saldana

Guardians of the Galaxy-leikkonan fer með hlutverk skólasálfræðingsins Mrs. Mollé sem styður við bakið á ungri stúlku, Barbara, sem glímir við skrímsli í lífi sínu, bæði raunveruleg og ímynduð.

Audrey Hart, sem lék dóttur Woody Harrelson í þáttunum True Detective, fer með hlutverk Barbara.

Leikstjóri verður Anders Walter og er þetta hans fyrsta mynd.