Fyrsta ljósmyndin úr War For The Planet Of The Apes

„Þetta er byrjað,“ skrifar Matt Reeves, leikstjóri War For The Planet Of The Apes, á Twitter-síðu sína.

Með tístinu fylgir fyrsta ljósmyndin úr myndinni, sem er væntanleg í bíó sumarið 2017, og greinilegt að tökur eru hafnar.

planet

Ekki sést nákvæmlega hverjir eru á myndinni er ljóst er að einhver eða einhverjir sitja þar á hestbaki. Í fyrstu Apaplánetu-myndinni frá árinu 1968 sat George Taylor, sem Charlton Heston túlkaði, einnig á hestbaki á svipaðri strönd.

Á meðal þeirra sem leika mannfólk í nýju myndinni eru Woody Harrelson, Chad Rook og Gabriel Chavarria. Sá sem bætist í hóp apanna er Steve Zahn en fyrir eru Andy Serkis og Terry Notary.

Hérna geturðu lesið umfjöllun Empire um kosti og galla fyrstu sex Apaplánetu-myndanna.