Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Gamla Planet of the Apes er miklu betri heldur en hin ömurlega endurgerð Tim Burton. Charlton Heston leikur aðalhlutverkið hér, geimfara sem, eftir að hafa legið í dásvefni á ferð sinni um geiminn í 1000 ár lendir á plánetu þar sem þróaðir apar stjórna öllu og mállausir menn eru hundeltir. Charlton Heston er algjör snilldarleikari og gerir myndina góða. Hann leikur geimfarann Taylor þannig að hann nær til manns og maður finnur til með. Planet of the Apes byrjar snilldarlega vel og endar líka þannig. Það sem er út á hana að setja er miðkaflinn sem virðist endurtaka sig soldið, notar það sama aftur og aftur og hættir að koma á óvart en þegar fer að líða að endirnum þá tekur spennan og ferskleikinn við. Lokaatriðið toppar þetta síðan. Ég get því miður ekki kallað Planet of the Apes neina snilld en fyrir alla sanna Charlton Heston aðdáendur er þessi skylduáhorf.
Frábær vísindakáldsaga um geimfara sem brotlendir á plánetu sem stjórnað er af öpum. Þessi mynd er vel leikinn, með fínt handrit, og einum flottasta endi sem ég hef séð. Þessi mynd er skyldueign á DVD fyrir alla alöru safnara.Klassík
Stórskemmtileg tímamótamynd og hefur elst allþokkalega.
Heston fer fyrir flokki geimfara sem... og allir vita söguna.
Talsvert skemmtilegri og gáfulegri en endurgerðin að mínu viti.
Alger nauðsyn á heimili hvers vísindaskáldsöguunnanda, en sjáið breiðtjaldsútgáfuna ef völ er á.
Þessi mynd er mun betri en nýja Planet of the apes myndin. Myndin fjallar um geimfara sem brotlenda á einkennilegri plánetu sem er stjórnað af öpum. Charlton Heston er alveg frábær í myndinni og endirinn er alveg frábær.
Ef þú fílar vísindaskáldsögur þá er það allger SKYLDA að sjá þessa mynd. Það vita sennilega allir um hvað þessi mynd fjallar en fyrir þá sem vita það ekki fjallar hún um geimfaran Taylor (Charlton Heston) sem brotlendir skipi sínu á óþekktri plánetu þar sem apar ráða ríkjum og menn eru veiddir upp á sport. Þetta er ein af þessum Hvað ef myndum. Svoleiðis myndir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og ég mæli eindregið með þessari snilld. Myndin er komin vel til ára sinna og er löngu orðin klassísk. Mæli eindregið með henni ef þú fílar vísindaskáldsögur