Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Papillon er dæmdur saklaus til lífstíðarfangelsisvistar á hinni illræmdu Djöflaeyju undan strönd S-Ameríku, sem er sannkallað helvíti á jörðu, umlukið sterkum hafstraumum sem oftast nær skoluðu flóttamönnum á land aftur eða sendu út á eilífðarútsæinn. En Papillon gafst ekki upp og tókst einum manna að flýja eyjuna. Myndin líður nokkuð fyrir stórmyndabakteríuna sem herjaði á kvikmyndaiðnaðinn á þessum tímum og kom m.a. fram í afar tilkomumikilli kvikmyndatöku, háalvarlegri tónlist, langdregnum atriðum, o.s.frv. Mikilleikinn virtist aldrei nægur né lengd myndanna, en það síðastnefnda er einmitt langveikasti hlekkur ágætrar ævintýramyndar sem að flestu leyti hefur staðist tímans tönn. Steve McQueen og Dustin Hoffman fara hreint á kostum í aðalhlutverkunum. Ég gef Papillon þrjár og hálfa stjörnu og mæli eindregið með henni.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox Home Entertainment
Aldur USA:
PG
VOD:
6. október 2016