Óþekkjanlegur sem forseti Bandaríkjanna

Fyrsta ljósmyndin úr nýjustu mynd Woody Harrelson, LBJ, birtist nýlega í tímaritinu Entertainment Weekly. woody harrelson

Þar er Harrelson nánast óþekkjanlegur í gervi Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Rob Reiner, sem er þekktur fyrir When Harry Met Sally, This is Spinal Tap og The Princess Bride, leikstýrir myndinni en tökur á henni hófust í New Orleans í síðustu viku.

Lyndon B. Johnson sór embættiseið sem forseti eftir að John F. Kennedy var myrtur árið 1963. Johnson er einn óvinsælasti forseti sögunnar í Bandaríkjunum og er Víetnamstríðinu helst kennt þar um.

LBJ er væntanleg í bíó á næsta ári.